Lokapistill í júní 2013
Hér er lokapistill vetrarins frá 5 ára bekk skrifaður í byrjun júní 2013.
Nú eru eldri bekkir Flataskóla komnir í sumarfrí og var því pínu tómlegt þegar þeir fóru en fljótlega byrjaði Stjörnuskólinn í Krakkakoti og varð því aftur líf og fjör hér í kingum okkur og verður þannig í sumar.
Undanfarna mánuði höfum við verið mjög dugleg að finna okkur eitthvað skemmtilegt að gera og höfum meðal annars skellt okkur í skíðaferð, blásið úr eggjum, haldið upp á afmæli, leyst ýmis verkefni, bakað, farið í gönguferðir, lært og leikið okkur í spjaldtölvunum, kynnst stöfunum og hljóðum þeirra og leikið okkur úti. Þá höfum við haldið sólarveislu, kíkt á undur vísindanna í Smáralind, farið í umferðarskólann, hreyft okkur í íþróttum, sungið og spilað á hljóðfæri í tónmennt og skellt okkur í menningarferð í Hörpuna að séð "Álfa og Riddara". Við tókum einnig þátt í skólaþingum, ljóðasamkeppni og skólahlaupi ásamt því að fara í vorferð með öllum í Flataskóla.
Í sumar ætlum við svo að halda áfram að skemmta okkur saman og munum við fara í tvær vettvangsferðir í viku út júní.
Endilega skoðið myndasafnið okkar.
Takk fyrir veturinn.
Þóra