Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Nýtt skólaár

21.08.2020

Nú er skólastarfið að fara hægt og rólega af stað aftur og verða viðtöl og aðlögun nýrra barna í næstu viku.

Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsmannahópnum.  Helga Kristjánsdóttir leik- og grunnskólakennari hefur tekið við sem deildarstjóri yngsta stigs, þ.e. leikskóla og 1.-3.bekkja. Einnig hefur Herdís Jónsdóttir leikskólakennari bæst í hópinn.  Svo verða Kristín leikskólakennari, Elín og Marley áfram með okkur.

Við erum fullar tilhlökkunar með uppbrettar ermar að skipuleggja starfið.

Í ljósi aðstæðna minnum við góðlátlega á eftirfarandi: 

  • Verum meðvituð um eigin smitvarnir og hugum vel að handþvotti og sprittun.
  • Virðum 2 m regluna eins og kostur er.
  • Verum vakandi fyrir flensueinkennum bæði hjá okkur og börnunum.

Einnig bendum við vinsamlega á að börn 12 ára og yngri mega ekki koma með né sækja börn í leikskólann. Er það gert af öryggisástæðum.

Við hlökkum mikið til samstarfsins í vetur.

Til baka
English
Hafðu samband