Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

UNICEF hlaup 2. júní

29.05.2020
UNICEF hlaup 2. júní

Þriðjudaginn 2. júní ætla börnin í 4 og 5 ára bekk ásamt öllum hinum nemendunum í Flataskóla að taka þátt í verkefni sem kallast Unicef-hreyfingin. Um er að ræða fræðslu og fjáröflunarviðburð sem byggir á hollri hreyfingu og útivist. Markmið verkefnisins er að fræða börnin um réttindin í Barnasáttmálanum og virkja þau til samstöðu með jafnöldrum sínum um allan heim.

Í Unicef-hreyfingunni taka allir nemendur skólans þátt og stefna að því að hreyfa sig ákveðna vegalengd á 30 mínútum. Takmarkið er að safna eins mörgum límmiðum og nemendur geta í svokallaðan heimspassa. Um er að ræða áheitahlaup og koma börnin því heim með umslag þar sem fyrirkomulag áheitanna er kynnt.  Börnin geta að sjálfsögðu tekið þátt í UNICEF -hreyfingunni án þess að nokkur heiti á þau. Engin skylda er að safna áheitum. Þátttakan ein og sér er mikilvægust.

Til baka
English
Hafðu samband