Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir í desember

19.12.2017
Fréttir í desember

Helstu fréttir frá 4 og 5 ára bekk í desember. Unnið var með jólaskrautagerð, jólagjafir til foreldra og piparkökumálun. Kennararnir lásu jólasögur fyrir börnin og farið var í hátíðarsal með öllum nemendum skólans og jólalögin sungin af kappi. Þá bjuggu nemendur til jólaskó til að setja í gluggann. Farið var í hinar hefðbundnu smiðjur samkvæmt stundaskrá. Unnið var með málhljóðið L - l. Lesin var sagan um Lubba sem lumaði á leyndarmáli sem hann geymdi á leynistað á Lambastöðum af því að Lubbi var ljúfur sem lamb. Jólapóstkortin fóru í póstkassann á pósthúsinu og jólaballið var á sínum stað þann 20. desember. Jóladagatalið (úr sjónvarpinu) var sýnt í gegnum Sarpinn og rætt var um jólasveininn sem birtist fyrstur eða hann Stekkjastaur. Skólinn var opinn alla virka daga um jólin. Myndir frá skólastarfinu eru komnar í myndasafn skólans.

 

 

Til baka
English
Hafðu samband