Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

9. - 13. október - bókasafnsferð

16.10.2017
9. - 13. október - bókasafnsferð

Á föstudögum fara tveir hópar af þremur frá 4/5 ára bekk saman á bókasafnið í Flataskóla. Þar tekur Sólveig bókasafnsvörður hlýlega á móti okkur. Börnin læra að ganga vel um safnið, fara hljóðlega um og eiga notalega stund með vinum sínum. Þau mega skoða allar þær bækur sem er forvitnilegt að skoða. En þau geta einnig valið eina bók hvert þeirra, sem þau taka með sér í bekkjarstofuna.  Bækurnar lesum við svo saman. Bækur sem börnin velja sjálf, eru oft meira spennandi en þær sem kennararnir velja og börnin hlusta betur á þær bækur í sögustund. Börnin njóta þess að vera á bókasafninu í einn og hálfan tíma með vinum sínum en í lok stundar, les kennarinn sögu fyrir hópinn.

Til baka
English
Hafðu samband