Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

2. - 6. október - slökkvilið og tannvernd

09.10.2017
2. - 6. október - slökkvilið og tannvernd

Hápunktur þessarar viku var þegar slökkviliðið kom í heimsókn til nemenda í 4 og 5 ára með fræðslu um brunavarnir. Þeir sögðu sögur úr starfi sínu og buðu svo nemendum að skoða sjúkrabílinn.  Vikan var einnig tileinkuð forvörnum. Rætt var um tannvernd og hvernig hægt er að vernda tennurnar gegn skemmdum? Hvernig á að nota tannbursta og af hverju tannkrem er sett á burstann? Börnin vissu þetta allt saman, enda mjög meðvituð um tannheilsuna sína. Einnig var rætt um hvaða matur er bestur fyrir tennurna. Börnin teiknuðu myndir af tönnunum og tannburstanum einnig af hollum mat sem er góður fyrir tennurnar. Myndir eru í myndasafni skólans.

 

Til baka
English
Hafðu samband