Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Dótadagur í dag og s.l. vika

27.03.2017
Dótadagur í dag og s.l. vika

Það verður spennandi dagur í dag mánudag því þá mega börnin koma með leikföng í skólann eftir að hafa unnið sér inn 100 stimpla fyrir prúðmennsku og að fara eftir góðum reglum. Annars fór allt eftir hefðbundnum starfsvenjum í vikunni, fimm ára börnin lærðu um stafinn Þ og yngri börnin um stafinn R og unnu með hann á venjulegan hátt.

Þá var innleitt nýtt sjónrænt orð; "ekki" í K-Pals verkefninu. Áður höfðu börnin lært orðin; "og" - "er". Að læra utanbókar sjónræn smáorð er mikilvægt til að þurfa ekki að lesa sig í gegnum orðin. Foreldrar eru beðnir að velta þessum orðum upp þegar þeir lesa fyrir börnin sín. 

Heimilisfræðin sem er svo vinsæl bauð svo upp á að baka muffinskökur.

   

Til baka
English
Hafðu samband