Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Vikan 30. janúar til 3. febrúar

06.02.2017
Vikan 30. janúar til 3. febrúar

Það helsta sem á dagana dreif í síðustu viku var að Ketilbjörn Jökull varð 5 ára en Kristín Þóra og Einar Þórhallur urðu 6 ára. Þeim og foreldrum þeirra er óskað innilega til hamingju með afmælin. Dagana 13.,14., og 16., febrúar var svo boðið upp á foreldraviðtöl. Að venju fóru börnin í heimilisfræði, Stjörnuhópur fór í þar síðustu viku og Sólarhópurinn fór síðustu viku en í þessari viku fer Mánahópur. Þau bjuggu til ávaxtasalat með súkkulaðispænum og rjóma sem þótti smakkast afar vel.

Í lestrinum lærðu börnin í Mána- og Sólarhópi (5 ára) um stafinn É og H. Skoðuð voru nokkur orð með hljóðinu og stafirnir dregnir á blað og unnið með stafaverkefni. Síðan tóku að sjálfsögðu allir þátt í tónmennt og íþróttum. Þetta voru svona helstu liðir skólastarfsins að þessu sinni.

Til baka
English
Hafðu samband