Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fréttir frá liðinni viku

12.12.2016
Fréttir frá liðinni viku

Nemendur í sólarhópi fóru á bókasafnið í vikunni og nemendur í mánahópi bökuðu smákökur. Hið árlega jólaþema var á miðvikudag og fimmtudag þar sem öllum nemendum skólans var aldursblandað í hópa sem útbjuggu muni sem verða settir á jólamarkað á miðvikudaginn 14. desember.  Þetta þótti litlu krílunum skemmtilegt og þegar þeir komu aftur í stofurnar sínar fengu þeir þá að segja frá því sem þeir höfðu gert. Nemendur í mána- og sólarhópum unnu með stafinn O. Að venju var athugað hverjir væru með O í nafninu sínu, auk þess sem mörg O voru uppgötvuð í orðunum í mánuðunum á veggjunum. Nemendur í stjörnuhópi (4 ára) lásu um stafinn H í Lubba sem finnur málbein.
Því miður kom leiðindagestur í heimsókn til okkar í vikunni en það var njálgurinn. Brugðist var við því með auknu hreinlæti og börnin voru látin þvo hendur með sápu. Smitleið njálgsins er gjarnan þegar börnin stinga fingrunum upp í munninn og því er mikilvægt að klippa og skafa reglulega undan nöglunum.  

Til baka
English
Hafðu samband