Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Afmæli eTwinning 7. maí

07.05.2015
Afmæli eTwinning 7. maíÍ dag er haldið upp á afmæli eTwinning en það eru 10 ár síðan þetta skólasamfélag var stofnað á netinu þar sem kennarar og skólafólk geta komist í samband við hvert annað og unnið saman verkefni á netinu. Flataskóli hefur tekið þátt í nær 40 samstarfsverkefnum á vegum eTwinning síðan það var stofnað og má þar nefna m.a. schoolovision og Evrópsku keðjuna, en Flataskóli er eini fulltrúi Íslands í þessum tveimur verkefnum.

Í tilefni dagsins brugðu nokkrir nemendur á leik og röðuðu upp stöfum með orðinu "eTwinning 10 years". 
Til baka
English
Hafðu samband