Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Við grunnskóla skal starfa foreldrafélag. Skólastjóri er ábyrgur fyrir stofnun þess og sér til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Hlutverk foreldrafélags er að styðja skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Foreldrafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð.

Markmið Foreldrafélags Flataskóla er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi. Einnig á það að vera samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda.

Stjórnina skipa fulltrúar foreldrar valdir úr röðum foreldrafulltrúa í árgangi, einn aðalfulltrúi og einn varafulltrúi úr hverjum árgangi og skiptir stjórnin með sér verkum. Félagið skipuleggur m.a. fjáröflunarbingó og fræðslufund fyrir foreldra og nemendur í 7. bekk.

Aðalfundur félagsins er haldinn að hausti með hefðbundinni aðalfundardagskrá.Markmið foreldrafélags er að efla samstarf heimila og skólans þannig að það leiði af sér öflugra skólastarf með menntun, heill og hamingju nemenda að leiðarljósi.  Einnig það að vera samstarfsvettvangur foreldra sem uppalenda. Foreldrastarf er einn af hornsteinum skólastarfsins. Virkt foreldrafélag og skólaráðráð er styrkur fyrir skólastarfið auk þess að gott samstarf milli foreldra og einstakra nemenda og umsjónarkennara  er mjög mikilvægt vegna námsins og hvernig nemendum líður í skólanum. 

Stjórn Foreldrafélags Flataskóla 2023 - 2024  er þannig skipuð:

Agnes Eva Scheving Gísladóttir , formaður
Anna María Björnsdóttir

Upplýsingar um bekkjafulltrúa má nálgast hér:

http://flataskoli.is/foreldrar/foreldrafelag/bekkjarfulltruar/

Í skólaráði 2023-2024 sitja eftirtaldir:
Heiðveig Hanna Friðriksdóttir skólastjóri
Edda Gíslrún Kjartansdóttir aðstoðarskólastjóri

Fulltrúar foreldra
Marta Birgisdóttir
Torfi Geir Símonarson
Þórunn Óskarsdóttir

Fulltrúar starfsmanna

Hanna Lóa Friðjónsdóttir fltr. kennara

Katrín Anna Eyvindardóttir fltr. kennara

 

Fulltrúar nemenda eru útnefndir af réttindaráði.  

 Grunnstoð : Unnur Tómasdóttir og Eydís Sigurðardóttir

 

English
Hafðu samband