Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mælst er til að foreldrar/aðstandendur skrái veikindi nemenda á Fjölskylduvef Mentor.is eða með Mentor appinu. 
Auk þess er hægt að tilkynna forföll á skrifstofu skólans með tölvupósti (flataskoli@flataskoli.is) eða í síma 513 3500. Vakin er athygli á að ef veikindi vara lengur en einn dag skal tilkynna daglega.

Nemendum eru veitt leyfi til að sinna nauðsynlegum erindum. Mælst er til að leyfisbeiðnum sé haldið í lágmarki og jafnframt eru foreldrar/forráðamenn beðnir um að fara fram á þær með góðum fyrirvara sé þess nokkur kostur. Foreldrar eru beðnir um að sækja um leyfi í gegnum mentor.is eða mentorappið. Leiðbeiningar má finna hér.  Í 8. grein grunnskólalaga er kveðið á um slík leyfi: ,,Sæki forráðamaður skólaskylds barns um tímabundna undanþágu þess frá skólasókn er skólastjóra heimilt að veita slíka undanþágu í samráði við umsjónarkennara telji hann til þess gildar ástæður. Forráðamaður skal þá sjá til þess að nemandinn vinni upp það sem hann kann að missa úr námi meðan á undanþágu stendur.”

Í gildi eru sameiginleg viðmið fyrir grunnskóla Garðabæjar um viðbrögð við ófullnægjandi skólasókn.  Þau eru sem hér segir: 

 

 

English
Hafðu samband