Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Mentor er vefkerfi sem gerir forráðamönnum kleift að nálgast upplýsingar frá skóla/leikskóla barna sinna. Forráðamenn skrá sig á vefinn með lykilorði sem þeir fá frá mentor (kennitala + gleymt lykilorð). Með lykilorðinu fá þeir aðgang að sérstakri heimasíðu fjölskyldunnar. Upplýsingar um öll börn viðkomandi heimilis birtast á síðunni, hvort sem þau eru í leikskóla eða grunnskóla. 
Á mentor hafa forráðamenn aðgang að stundaskrár barna sinna, yfirliti yfir skólasókn, námsáætlunum, heimavinnu, tilkynningum frá skólanum sem og einstökum kennurum, skóladagatail og öðru því sem skólinn ákveður hverju sinni. Á vefnum má einnig nálgast símanúmer bekkjarfélaga og fleiri upplýsingum um þá.
Forráðamenn eru hvattir til að nýta sér möguleika fjölskylduvefsins því þar gefst þeim kostur á að fylgjast með ástundun og starfi barna sinna frá degi til dags.

Á mentor skrá foreldar inn veikindi barna sinna og sækja um lengri leyfi en til tveggja daga.

Utanumhald og skráning á námsmati nemenda er einnig að finna  á hæfnikortum nemenda inni á mentor.

Nýjar upplýsingar til foreldra sem eru að byrja að nota Mentor.

Handbók Mentor fyrir foreldra og aðstandendur nemenda.

Parent manual in english

English
Hafðu samband