Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Tveir nemendur úr hverjum árgangi frá 3.- 7. bekk sátu í réttindaráði fyrir hönd nemenda. Ráðið fundaði eftir þörfum yfir veturinn og var misjafnt milli mánaða hversu oft ráðið kom saman og hélst það í hendur við þau verkefni sem lágu fyrir. Umsjónarmenn verkefnisins funduðu oftar og sátu fundi með fulltrúum Unicef á Íslandi.

Að hausti var farið yfir verkefnið með starfsfólki og nemendum. Allir árgangar unnu að bekkjarsáttmála sem tengdist barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Lagðar voru fyrir öryggis-, aðgengis- og viðhorfskannanir fyrir nemendur og starfsfólk. Unnið var með niðurstöður þessara kannanna. Í byrjun nóvember framkvæmdu fulltrúar frá Unicef á Íslandi úttekt á Flataskóla. Þeir ræddu t.d. við fulltrúa foreldra, nemenda og starfsfólks og skoðuðu skólann. Í kjölfarið fékk Flataskóli útnefningu sem Réttindaskóli Unicef á Íslandi við athöfn sem réttindaráðið hafði umsjón með. Allir nemendur skólans unnu að verkefni sem nefndist ,,skilaboð til leiðtoga heimsins“ þar sem þeir tjáðu hvers þeir óskuðu öðrum börnum í heiminum út frá Barnasáttmálanum. Ævar Þór Benediktsson tók við skilaboðunum með loforði um að koma þeim áleiðis.

Stefnt er að því að halda verkefninu áfram næsta vetur og byrja haustið á viku sem er tileinkuð Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna. Einnig er stefnt að því að vinna með ákveðnar greinar sáttmálans á hverjum tíma
English
Hafðu samband