Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Verkefnið Breakout Box í grunnskólum Garðabæjar er þróunarverkefni sem var unnið í Flataskóla. Markmið verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að búa til verkefnabanka með BreakOut leikjum fyrir nemendur í 1. - 7. bekk og hins vegar að kynna og innleiða notkun Breakout kassa í skólastarfi í Flataskóla. Með því að nota Breakout  þjálfast nemendur meðal annars í félags- og samskiptahæfni í gegnum leik þar sem reynir á rökhugsun og lausnaleit.
Smelltu hér til að færa þig á síðuna sem var búin í tengslum við verkefnið. Athugið að það þarf að vera skráður inn á @gbrskoli.is netfang til að komast inn á síðuna. 

English
Hafðu samband