Sýn Flataskóla
í Flataskóla er ýtt undir seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd nemenda og starfsfólks. Námið í skólanum er áhugavert, gerðar eru skýrar væntingar til nemenda og öllum gert kleift að vaxa.
Áhersla á S-in fimm seiglu, sjálfstæði, skapandi hugsun, sjálfstjórn og samkennd á að vera sýnileg í öllu okkar starfi.
Nemendur fá tækifæri til að æfa sig í að sýna seiglu, sjálfstæði og sköpun í námi sínu og í samskiptum er lögð áhersla á sjálfstjórn og samkennd.
Stefna Flataskóla er byggð á þeim gildum sem skólinn hefur sett sér að vinna eftir menntun, árangur og ánægja. Stefnt er að því að veita nemendum markvissa menntun sem ýtir undir sjálfstæði þeirra, sköpunargleði og samkennd. Til að ná árangri einkennist skipulag náms og kennslu af fagmennsku og hvetjandi námsmenningu sem ýtir undir framfarir nemenda. Til að efla ánægju nemenda af skólagöngu sinni stuðlum við að því að nám nemenda sé áhugavert og leggjum okkur fram um að vera nemenda í skólanum sé uppbyggileg og ýti undir sterka sjálfsmynd nemenda.
Skólinn hefur sett sér sýn og markmið tengt hverju gidi:
Menntun
Menntun nemenda stuðli að sjálfstæði þeirra, sköpunargleði og samkennd
Markmið
- Ýtt er undir sjálfstæði nemenda og áhrif þeirra og meðvitund um eigið nám eflt
- Nemendum eru gefin fjölbreytt og markviss tækifæri til að hafa skapandi áhrif á eigið nám
- Gagnkvæm virðing ríkir í samskiptum innan skólans og fjölbreytileika er fagnað
- Nemendur fá tækifæri til að læra um möguleika og áskoranir stafrænnar tilveru sinnar .
Árangur
Skipulag náms og kennslu einkennist af fagmennsku og hvetjandi námsmenningu í anda leiðsagnarnáms til að ýta undir framfarir nemenda.
Markmið
- Í Flataskóla ríkir fagmennska í starfsemi skólans
- Menntun nemenda er markviss
- Stuðlað er að hvetjandi námsmenningu í anda leiðsagnarnáms til að ýta undir metnað og framfarir nemenda.
Ánægja
Nám nemenda sé áhugavert og veran í skólanum uppbyggileg og ýti undir sterka sjálfsmynd nemenda.
Markmið
- Nám nemenda er áhugavert og merkingarbært fyrir nemendum
- Sjálfsmynd nemenda og trú á eigin getu eflist á skólagöngu þeirra.
Viðmið um árangur hafa verið skilgreind undir hverju markmiði og þau notar starfsfólk til leiðbeiningar um hvað þarf til svo markmiðum sé náð.