Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Menntastefna Garðabæjar var samþykkt í bæjarstjórn þann 7. apríl 2022 eftir mikla og góða vinnu fjölmargra hagsmunaaðila.

Yfirskrift stefnunar er farsæld og framsækni. Skólasamfélagið í Garðabæ byggir á þeirri hugmyndafræði að farsæld sé grundvöllur framsækni. Áhersla er lögð á heilbrigða sjálfsmynd, jákvæða hugsun og farsæl samskipti meðal barna og ungmenna. Börn fái tækifæri til sjálfsþekkingar og sjálfstæðis svo þau fái notið sín sem einstaklingar. Garðabær vill byggja upp lærdómssamfélag í fremstu röð, þar sem framsækni og þróun, vellíðan, þroski, hæfni og árangur nemenda er leiðarljósið. Boðið verði upp á fjölbreytta þjónustu við fjölskyldur frá fæðingarorlofi og þar til skólaskyldu lýkur. Stefnunni er svo fylgt eftir í aðgerðar- og starfsáætlunum skólanna, með gátlista og mælaborði sem mælir lykilþætti. 

Ein af megin áherslum stefnunnar er öflugt samstarf. Samstarf skólanna í bænum, samstarfi við þjónustuaðila ungmenna í bænum svo sem tómstunda- og félagasamtök. Slíkt samstarf verði unnið út frá hagsmunum barnsins og stuðli að samfellu í námi barna og ungmenna. Lögð verði áhersla á samstarf við foreldra og foreldraráð skólanna. Þá er mikilvæg að komið verði til móts við margbreytilegar þarfir barnanna með ólíkum áherslum í starfi.

Í stefnunni eru tíunduð yfirmarkmið skólastarfs í Garðabæ. Hlutverk hvers skóla og hluti af sjálfstæði hans er að móta aðgerðaráætlun á grunni skólastefnunnar og setja þar fram undirmarkmið og þær leiðir sem farnar verða að markmiðum stefnunnar. Árlegar starfsáætlanir skólanna byggja á þeirri aðgerðaráætlun. Áætlanirnar verða lagðar fyrir viðkomandi skólanefnd, foreldraráð og skólaráð og birtar á heimasíðum skólanna. Okkar bíður því skemmtileg vinna við að koma stefnunni í framkvæmd.

Menntastefnu Garðabæjar er ætlað að leggja grunn að farsælu og framsæknu skólastarfi sem einkennist af jákvæðum skólabrag og veitir öllum börnum menntun og færni til mæta þeim áskorunum sem felast í hröðum og stöðugum samfélags- og tæknibreytingum 21. aldarinnar.

 

Hér má lesa stefnuna í heild sinni

 

Eldri stefnur:

Skólastefna Garðabæjar 2014

English
Hafðu samband