Flatóvision-hátíðin er haldin hér í skólanum í fjórða sinn og hefur náð að festa sig í sessi sem árlegur viðburður í skólastarfinu. Keppnin er haldin til þess að finna lag í keppnina Schoolovision sem er samskiptaverkefni sem skólinn tekur þátt í með rúmlega 30 öðrum skólum frá Evrópu. Sigurlag Flatóvision verður fulltrúi Íslendinga í keppninni. Í Flatóvision fá nemendur að koma með framlag sem þau velja sjálf (með tilliti til reglna sem settar eru hverju sinni) og æfa. Þau syngja og dansa og koma síðan fram fyrir fimm dómara sem valdir eru sérstaklega á hverju ári. Að þessu sinni voru gestadómarar þau Hjördís kynningarfulltrúi Sinfóníuhljómar Íslands og fyrrum kennari við skólann. Friðrik Dór Jónsson söngvari, en auk þess kom Karitas nemandi í 10. bekk í Garðaskóla og fyrrum nemandi við skólann og sat hún í dómarasæti fyrir hönd nemendaráðs Garðaskóla. Auk þeirra sátu svo Anna Lena Halldórsdóttir og Halla Guðmundsdóttir í dómarasætum og eru báðar kennarar við Flataskóla.
Í ár kepptu sjö hópar úr árgöngunum 4., 5., 6. og 7. bekk. Voru framlög nemenda ótrúlega flott og skemmtilega unnin. Greinilegt var að þeir höfðu langt sig vel fram við verkefnið, enda áttu dómarar greinilega í vanda með að velja. En þegar upp var staðið var það álit þeirra að tveir hópar ættu sigurinn skilið að þessu sinni en það var strákahópurinn úr 4. bekk með lagið "Stattu upp" sem hljómsveitin Blár Ópal flutti í söngvakeppni sjónvarpsins í ár og hópur úr 5. bekk sem flutti lagið "Stanslaust stuð". Í myndbandinu sem verður sent í Schoolovisionkeppnina mundu strákarnir syngja lagið sitt en 5. bekkur væri með "choreography" (listdans, spor) .
Myndir sem teknar voru á æfingu og á keppninni sjálfri er hægt að skoða hér.
Myndband af þeim atriðum sem flutt voru á hátíðinni.
Myndband sem sent var í Schoolovision 2012.