Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er lestrarverkefni sem á að auka áhuga nemenda á bóklestri og leyfa þeim að kynnast því sem jafnaldrar þeirra eru að lesa. Líka til að leyfa þeim að kynnast skóla og nemendum í öðru byggðarlagi í sama landi. Verkefnið tekur á námsgreinum eins og lestri, lesskilningi, ritun, tölvufærni og lífsleikni. Markmið verkefnisins er að nemendur hafi ánægju af bókalestri, en bókin Draugaslóð var valin að þessu sinni sem er eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur.  Einnig til að leyfa þeim að kynnast samstarfi milli annarra skóla/nemenda, tólum og tækjum sem þeir eru ekki vanir að nota (Twinspace, kahoot, facetime, padlet).

Nemendur voru í 6. bekk úr tveimur skólum á höfuðborgarsvæðinu, Flataskóla og Kelduskóla (Vík). Verkefnið stóð í u.þ.b. sex vikur sem hófst í byrjun apríl og lauk í júní. Nemendur lásu sömu bók í báðum skólunum. Þeir bjuggu til spurningar sem þeir lögðu fyrir hvor aðra úr bókinni (kahoot, tölvupóstur, twinspace). Þeir fengu verkefni frá kennurum sem var tengt efni bókarinnar til að vinna með t.d. í ritun. Í lok verkefnis hittust nemendur og kennarar á Klambratúni til að kynnast í eigin persónu og leika sér saman í leikjum sem þeir hafa undirbúið hverjir fyrir aðra.

 

Verkefnasvæðið á Twinspace.

 

Nemendur unnu verkefni á vef Padlet þar sem þeir sögðu frá því hvernig þeim fannst sagan og teiknuðu mynd með.

Þetta myndband er frá Flataskóla þegar nemendur hittust á Kahoot til að svara spurningunum sem þeir höfðu búið til úr bókinni.


 

English
Hafðu samband