Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lýsing á verkefni
"Tasty Flags" eða Fæðu fánar er verkefni þar sem fánar þátttökulandanna eru notaðir sem kveikja að því að skoða hefðir og menningu Evrópulanda frá mismunandi sjónarhornum. Evrópskum fánum er stillt upp þannig að hvert land býr til fána landsins úr fæðu sem einkennir fæðubúskap landsins. Síðan er keppt um hvaða fáni er hugvitsamlegast hannaður úr hefðbundnum matvælum og dæmigerður fyrir hvert land. Verkefnið fer m.a. inn á allmargar námsgreinar eins og margar list- og verkgreinar, líffræði, umhverfismennt, tungumál, landafræði, sögu, upplýsingatækni.
Samskipti fara fram á ensku og nemendur eru á aldrinum 8 upp í 14 ára.
Verkefnið er unnið á haustönn 2012 og því lýkur í desember sama ár.
Verkfæri 
Í verkefninu eru notuð ýmis verkfæri eins og tölvupóstur, tölvuhugbúnaður (ritvinnsla, glærugerðarforrit, myndbandsforrit, photostory), vefur (blogspot/eTwinning), myndbandsvélar og spjallrásir.
 
Markmið
Markmið verkefnisins er að skiptast á að skoða og kynna sér sögu fána landanna í gengum listir, hönnun og sögulegan bakgrunn. Nemendur nota þjóðlega fæðu til að búa til fánann. Þeir skiptast á uppskriftum af hefðbundnum þjóðarréttum. Vekja athygli á eigin þjóðréttum, siðum og venjum. Örva hugmynda- og sköpunargáfu sína, þjálfa sig í ensku og tölvu- og upplýsingafræði. Byggja upp evrópska samkennd meðal nemenda og kennara og koma á fjölmenningarlegum samskiptum milli mismunandi skóla í Evrópu.
 
Verkferlið
Nemendur kynna sig, skólann sinn, þjóðlega fæðu og fánann sinn og setja á vef eTwinning. Nemendur hanna fána úr fæðutegundum sem höfða til litar/myndar fánans. Síðan er flottasti og frumlegast fáninn valinn frá hverju landi af nemendum.  Dómnefnd níu sérvalinna aðila velja síðan fánann sem vinnur í lok desember.
 
Afrakstur

Myndræn listaverk nemenda munu birtast á TwinSpace og á bloggsíðu verkefnisins. Nemendur fræðast um fána, hefðbundið fæði og fánamenningu hvers lands. Þeir skiptast á fróðleik um Evrópu, leika sér í leikjum og fá ýmsar góðar hugmyndir sem liggja á vefsíðu verkefnins. 

TwinSpace síða verkefnisins

Bloggsíða verkefnisins


Fánarnir sem strákarnir  í 4. bekk bjuggu til úr bláberjum, jarðarberjum, rjóma, hvítkáli og tómötum.



Nemendur kynna sig.



Fánagerðin í myndum.

English
Hafðu samband