Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hlutverk Heimilis og skóla er að hvetja til og styðja við jákvætt og öflugt samstarf heimila og leik-, grunn- og framhaldsskóla. Styðja foreldra í uppeldishlutverki sínu og veita þeim stuðning til virkra þátttöku í skólastarfi. Efla starf foreldraráða, skólaráða og foreldrafélaga í leik-, grunn- og framhaldsskóla. Stuðla að stofnun og uppbyggingu svæðasamtaka á landsvísu til að efla samtakamátt foreldra og borgaralýðræði.
Niðurstöður rannsókna sýna að samskipti foreldra og skóla hafa jákvæð áhrif á skólastarf. Ávinningur samstarfs er meðal annars:

  •  Betri líðan barna í skólanum
  • Aukinn áhugi og bættur námsárangur
  • Aukið sjálfstraust nemenda
  • Betri ástundun og minna brottfall
  • Jákvæðara viðhorf foreldra og nemenda til skólans
  • Aukinn samtakamáttur foreldra í uppeldis og menntunarhlutverkinu

Það er von okkar að handbók þessi nýtist foreldraráðum, skólaráðum, foreldrafélögum og skólastjórnendum við að skipuleggja og efla samstarf heimilis og skóla. Mikilvægt er að allir sem koma að skólasamfélaginu leggi sitt af mörkum þannig að öllum nemendum líði vel í skólanum. Það þarf heilt þorp til að ala upp barn.


Reykjavík, apríl 2010
Stjórn og starfsfólk Heimilis og skóla

 

Handbók foreldrafélaga grunnskóla 2010

English
Hafðu samband