Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Bekkjafulltrúar 2022-2023 - smellið hér

Erindisbréf bekkjarfulltrúa

Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra við kennara og annað starfsfólk skóla
Bekkjarfulltrúar aðstoði eða sjái um að kennari fái aðstoð við vettvangsferðir, skemmtanir eða önnur verkefni sem kennari óskar aðstoðar við.
Bekkjarulltrúar sjá um að koma vinahópastarfi af stað þar sem það er í gangi.
 
Bekkjarfulltrúar eru tengiliðir foreldra innbyrðis.
þeir aðstoða foreldra í bekknum við að koma hugmyndum sínum á  framfæri, hvort sem  það snýr að námi og kennslu eða félagslífi. Þeir aðstoða foreldra við að samræma  útivistarreglur, afmælisgjafir og ýmislegt annað er varðar almenna samræmingu í uppeldi.  Þeir geta líka átt frumkvæði að skemmtunum og fræðslu fyrir nemendur bekkjarins og fjölskyldur þeirra.

Bekkjarfulltrúar eru einnig tengiliðir foreldra við stjórn Foreldrafélagsins.
Fulltrúar eru ábyrgir fyrir að mæta á bekkjarfulltrúafundi tvisvar á vetri þar sem lagðar eru línur fyrir vetrarstarfið.  Komist þeir ekki skulu þeir kalla aðra til.
Þeir skulu einnig aðstoða stjórn félagsins með nefndarstörf eða önnur verkefni sem til falla.

 Vinahópar
Hér er dæmi um skjal um vinahópa, sem vinna má úr til að dreifa meðal foreldra. 

Hugmyndir að bekkjarskemmtunum:
Bekkjarkvöld, til dæmis þar sem nemendur skemmta foreldrum en einnig er hægt að spila bingó, félagsvist, leika leiki, sýna dans, fara í ratleik, syngja eða föndra saman.  Þá geta fjölskyldur barnanna skipulagt sameiginlega íþróttaiðkun, farið í gönguferðir, í leikhús á bókakynningar eða farið í annars konar menningarferðir.  Þegar vora fer er hægt að fara í fjöruferð, hjólreiðaferð, fuglaskoðun, vorferðalag, sund, lautarferð o.s.frv.
 

English
Hafðu samband