Námsráðgjöf
Námsráðgjafi er málsvari nemenda og trúnaðarmaður. Til námsráðgjafa geta nemendur og foreldrar leitað í ýmsum málum. Hlutverk námsráðgjafa er að vinna að ýmiss konar velferðarstarfi er snýr að námi, líðan og framtíðaráformum nemenda.
Helstu verkefni námsráðgjafa í grunnskóla eru að:
- Standa vörð um velferð allra nemenda
- Vera talsmaður nemenda
- Veita ráðgjöf og fræðslu um námstækni og próftækni
- Leiðbeina nemendum um vinnubrögð í námi
- Aðstoða nemendur við að setja sér markmið og gera sér grein fyrir eigin áhugasviðum.
- Veita nemendum ráðgjöf og fræðslu um náms- og starfsval
- Veita nemendum einstaklingsráðgjöf
- Veita persónulegan og félagslegan stuðning við nemendur
- Aðstoða nemendur við að auka þekkingu þeirra á sjálfum sér þannig að þeir fái betur notið sín í námi og starfi
- Sinna fyrirbyggjandi starfi í samstarfi við aðra starfsmenn skólans
- Veita nemendum ráðgjöf í einkamálum þannig að þeir eigi auðveldara að ná settum markmiðum í námi.
- Sitja nemendaverndarfundi
- Sinna bættum samskiptum innan skólans
- Vera í eineltisteymi skólans
- Taka þátt í áfallaráði
Námsráðgjafi vinnur í nánu samstarfi við foreldra eftir því sem við á og hefur samráð við aðra sérfræðinga innan og utan skólans, kennara, sérkennara, hjúkrunarfræðing, skólasálfræðing og skólastjórnendur og vísar málum til þeirra eftir því sem við á.
Námsráðgjafi Flataskóla er: Katrín Anna Eyvindardóttir
Tölvupóstur: katrin.anna@flataskoli.is