Lestrarstefna Flataskóla
Vinna við lestrarstefnuna hófst vorið 2014 af hópi kennara og hefur verið endurskoðuð jafnt og þétt síðan. Lestrarstefnunni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er farið yfir markmið, próf, skimanir og íhlutun og í seinni hlutanum er fjallað um lestur, kennsluaðferðir og hugmyndir að skipulagi. Síðasti kaflinn fjallar um samvinnu heimilis og skóla í lestrarnámi barna.
Flataskóli fylgir lesfimiviðmiðum Menntamálstofnunnar (mms.is).
1. bekkur
2. bekkur
• Lestrarkennsluaðferðir: Hljóðaaðferðirn, PALS, leiðsagnarlestur, raddlestur, endurtekinn lestur.• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
• Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
• Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
• Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
• Sérkennari endurmetur lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og eftir þörfum.
• Sérkennari metur stafaþekkingu nemenda í áhættu að hausti.
• Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar og að foreldrar skrái lestur í kvittanahefti.
Markmið: Að vori í 2. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 85 orð á mínútu.
Haustönn: Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
• ekki þekkja alla stafi eða geta tengt tvö til þrjú hljóð saman í orð.
• börn sem lesa minna en 20 orð á mínútu í lesfimiprófi í september.
• eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
• skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
Vorönn: Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
• lesa minna en 30 orð á mínútu í lesfimiprófi í janúar.
• eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
• skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
3. bekkur
• Lestrarkennsluaðferðir: PALS, leiðsagnarlestur, gagnvirkur lestur, raddlestur, endurtekinn lestur.• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
• Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 3.1) og í apríl (próf 3.2).
• Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
• Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
• Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
• Sérkennari endurmetur lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og eftir þörfum.
• LOGOS-lesskimun er lögð fyrir alla nemendur í janúar af sérkennurum.
• Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar og að foreldrar skrái lestur í kvittanahefti.
Markmið: Að vori í 3. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 100 orð á mínútu eða meira.
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.
Haustönn: Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
• lesa minna en 40 orð á mínútu í lesfimiprófi í september.
• eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
• skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
Vorönn: Unnið er sérstalega með nemendur sem:
• lesa minna en 50 orð á mínútu í lesfimiprófi í janúar.
• eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
• skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
• eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.
4. bekkur
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
• Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 4.1) og í apríl (próf 4.2).
• Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
• Nemendur taka samræmt próf í íslensku um miðjan september.
• Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
• Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
• Sérkennari endurmetur nemendur sem eru undir lágmarkmsviðmiðum árgangs í október og mars og eftir þörfum.
• Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar og að foreldrar skrái lestur í kvittanahefti.
Markmið: Að vori í 4. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 120 orð á mínútu eða meira.
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.
Unnið er sérstaklega með nemendur:
• sem lesa minna en 70 orð á mínútu í lesfimiprófi.
• sem eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
• sem skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
• sem eru undir raðeinkunn 25 á samræmdum prófum.
• sem eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.
5. bekkur
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
• Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 5.1) og í apríl (próf 5.2).
• Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
• Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
• Sérkennari endurprófar lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og eftir þörfum.
• Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar og að foreldrar skrái lestur á skráningarblað/bók. Að auki eru nemendur hvattir til hljóðlesturs heima og í skóla.
Markmið: Að vori í 5. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 140 orð á mínútu eða meira.
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.
Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
• lesa minna en 80 orð á mínútu í lesfimiprófi.
• eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
• skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
• eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.
6. bekkur
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
• Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 6.1) og í apríl (próf 6.2).
• Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
• Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
• Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
• LOGOS lesskimun (próf 6. – 10. bekk og fullorðnir) lögð fyrir nemendur í áhættuhópi vegna lestrarörðugleika í nóvember/desember af sérkennurum.
• Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar og að foreldrar skrái lestur í skráningarblað/bók. Að auki eru nemendur hvattir til hljóðlesturs heima og í skóla.
Markmið: Að vori í 6. bekk er stefnt að 50% nemenda lesi 155 orð á mínútu eða meira.
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.
Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
• lesa minna en 90 orð á mínútu í lesfimiprófi.
• eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
• skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
• eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.
7. bekkur
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
• Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
• Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 7.1) og í apríl (próf 7.2).
• Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
• Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
• Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
• Sérkennari endurmetur lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og eftir þörfum.
• Framsagnarpróf í desember og maí. Nemendur lesa undirbúinn texta og ljóð að eigin vali upphátt úr ræðupúlti.
• Samræmd próf í íslensku eru lögð fyrir árganginn í september.
• Gert er ráð fyrir að nemendur lesi heima upphátt með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga vikunnar og að foreldrar skrái lestur á skráningarblað/bók. Að auki eru nemendur hvattir til hljóðlesturs heima og í skóla.
Markmið: Að vori í 7. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 165 orð á mínútu eða meira. Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.
Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
• lesa minna en 110 orð á mínútu í lesfimiprófi.
• eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.
• eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
• undir raðeinkunn 25 á samræmdum prófum í ákveðnum þáttum.
• skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.