Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Lestrarstefna Flataskóla

Lestrarstefnu Flataskóla er ætlað að byggja upp skýran ramma um markmið, próf, skimanir, sérkennslu og kennsluaðferðir í lestri, bæði fyrir kennara og foreldra í Flataskóla. Lestur er lykill að öllu námi og því þarf lestrarkennsla og lestrarþjálfun á öllum stigum að vera skýr, fjölbreytt og markviss. Góð lestrarfærni er nauðsynleg til þess að geta tekið þátt í samfélaginu (Aðalnámskrá grunnskóla, 2011).

Vinna við lestrarstefnuna hófst vorið 2014 af hópi kennara og hefur verið endurskoðuð jafnt og þétt síðan. Lestrarstefnunni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hlutanum er farið yfir markmið, próf, skimanir og íhlutun og í seinni hlutanum er fjallað um lestur, kennsluaðferðir og hugmyndir að skipulagi. Síðasti kaflinn fjallar um samvinnu heimilis og skóla í lestrarnámi barna.

Flataskóli fylgir lesfimiviðmiðum Menntamálstofnunnar (mms.is). 

 






 

 

1. bekkur

Lestrarkennsluaðferðir: Hljóðaaðferðin og K-PALS.
Niðurstöður Hljóms-2 úr leikskóla eru hafðar til hliðsjónar við skipulag lestrarkennslu. 
Stafaþekking og lestrarfærni könnuð í skólabyrjun og lestrarkennsla skipulögð út frá því.
Lesferill – lesfimipróf lagt fyrir nemendur sem lesa einfaldan texta í september af sérkennara.
Lesskimun fyrir fyrsta bekk (áður Ltl) er lagt fyrir nemendur í október.  
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir flesta nemendur í janúar af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir alla nemendur í maí af umsjónarkennara.
Sérkennari endurmetur nemendur sem koma út „í áhættu“ við skimun og eftir þörfum. 
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm                            daga vikunnar og að foreldrar skrái lestur í kvittanahefti.
 
Markmið:  Að vori í 1. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 55 orð á mínútu eða meira
Að nemendur séu öruggir á öllum stöfum, stórum og litlum og þeim hljóðum sem þeir standa fyrir.
Geti notað hljóðaaðferð af öryggi við lestur bullorða.
 
Haustönn:  Lesskimun fyrir fyrsta bekk (áður Leið til læsis) er lögð fyrir í október af umsjónarkennurum og sérkennara. Niðurstöður eru nýttar til eftirfylgni.
Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
Lenda í „áhættu 1“ og „áhættu 2“ í lesskimun fyrir fyrsta bekk. Eftirfarandi þættir eru prófaðir: Málskilningur            og orðaforði; bókstafa og hljóðaþekking; hljóðkerfis- og hljóðavitund.
 
Vorönn:  Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
ná ekki að fylgja stafainnlögn bekkjarins.
eiga langt í land með að skilja tengsl stafs og hljóðs.
 

2. bekkur

Lestrarkennsluaðferðir: Hljóðaaðferðirn, PALS, leiðsagnarlestur, raddlestur, endurtekinn lestur.  
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara. 
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta                  nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
Sérkennari endurmetur lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og                eftir þörfum. 
Sérkennari metur stafaþekkingu nemenda í áhættu að hausti.
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga                    vikunnar og að foreldrar skrái lestur í kvittanahefti.
 







Markmið:  Að vori í 2. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 85 orð á mínútu.

Haustönn:  Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
ekki þekkja alla stafi eða geta tengt tvö til þrjú hljóð saman í orð.
börn sem lesa minna en 20 orð á mínútu í lesfimiprófi í september.
eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.

Vorönn:  Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
lesa minna en 30 orð á mínútu í lesfimiprófi í janúar.
eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.

 3. bekkur

Lestrarkennsluaðferðir: PALS, leiðsagnarlestur, gagnvirkur lestur, raddlestur, endurtekinn lestur. 
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 3.1) og í apríl (próf 3.2).
Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta                  nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni. 
Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
Sérkennari endurmetur lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og                eftir þörfum.
LOGOS-lesskimun er lögð fyrir alla nemendur í janúar af sérkennurum.
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga                    vikunnar og að foreldrar skrái lestur í kvittanahefti.

Markmið:  Að vori í 3. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 100 orð á mínútu eða meira. 
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20. 

Haustönn: Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
lesa minna en 40 orð á mínútu í lesfimiprófi í september.
eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.

Vorönn:  Unnið er sérstalega með nemendur sem:
lesa minna en 50 orð á mínútu í lesfimiprófi í janúar.
eru með slaka lestrarnákvæmni (90% eða minna).
skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.
 

4. bekkur

Lestrarkennsluaðferðir: PALS, leiðsagnarlestur, gagnvirkur lestur, paralestur, raddlestur, endurtekinn lestur,            hljóðlestur, yndislestur. 
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 4.1) og í apríl (próf 4.2).
Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
Nemendur taka samræmt próf í íslensku um miðjan september.
Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta                  nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
Sérkennari endurmetur nemendur sem eru undir lágmarkmsviðmiðum árgangs í október og mars og eftir                þörfum.
•      Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga                   vikunnar og að foreldrar skrái lestur í kvittanahefti.

Markmið:  Að vori í 4. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 120 orð á mínútu eða meira. 
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.

Unnið er sérstaklega með nemendur:
sem lesa minna en 70 orð á mínútu í lesfimiprófi.
sem eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
sem skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
sem eru undir raðeinkunn 25 á samræmdum prófum.
sem eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.

5. bekkur

Lestrarkennsluaðferðir: PALS, leiðsagnarlestur, gagnvirkur lestur, paralestur, raddlestur, endurtekinn lestur,            hljóðlestur, yndislestur. 
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 5.1) og í apríl (próf 5.2).
Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta                  nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni.
Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
Sérkennari endurprófar lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og                eftir þörfum. 
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga                    vikunnar og að foreldrar skrái lestur á skráningarblað/bók. Að auki eru nemendur hvattir til hljóðlesturs                    heima og í skóla.

Markmið:  Að vori í 5. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 140 orð á mínútu eða meira.
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.

Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
lesa minna en 80 orð á mínútu í lesfimiprófi.
eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.

6. bekkur

Lestrarkennsluaðferðir: PALS, leiðsagnarlestur, gagnvirkur lestur, paralestur, raddlestur, endurtekinn lestur,            hljóðlestur, yndislestur. 
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 6.1) og í apríl (próf 6.2).
Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta                  nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni. 
Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
Sérkennari endurmetur lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og                eftir þörfum. 
LOGOS lesskimun (próf 6. – 10. bekk og fullorðnir) lögð fyrir nemendur í áhættuhópi vegna lestrarörðugleika í          nóvember/desember af sérkennurum.
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi upphátt heima með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga                    vikunnar og að foreldrar skrái lestur í skráningarblað/bók. Að auki eru nemendur hvattir til hljóðlesturs                    heima og í skóla.

Markmið:  Að vori í 6. bekk er stefnt að 50% nemenda lesi 155 orð á mínútu eða meira. 
Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.

Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
lesa minna en 90 orð á mínútu í lesfimiprófi.
eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.

7. bekkur

Lestrarkennsluaðferðir: PALS, leiðsagnarlestur, gagnvirkur lestur, paralestur, raddlestur, endurtekinn lestur,            hljóðlestur, yndislestur. 
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í september af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í janúar af umsjónarkennara.
Lesferill – lesfimipróf er lagt fyrir nemendur í maí af umsjónarkennara.
Orðarún, staðlað lesskilningspróf er lagt fyrir nemendur í október (próf 7.1) og í apríl (próf 7.2).
Aston Index stafsetningarskimun að hausti.
Niðurstöður eru hafðar til hliðsjónar við skipulag kennslu. Í lestrarkennslunni er lögð áhersla á að mæta                  nemendum þar sem þeir eru staddir í lestrarþróuninni. 
Sérkennari metur lesfimi nýrra nemenda í ágúst.
Sérkennari endurmetur lesfimi nemenda sem eru undir lágmarksviðmiðum árgangs í október og mars og                eftir þörfum. 
Framsagnarpróf í desember og maí. Nemendur lesa undirbúinn texta og ljóð að eigin vali upphátt úr                        ræðupúlti.
Samræmd próf í íslensku eru lögð fyrir árganginn í september.
Gert er ráð fyrir að nemendur lesi heima upphátt með foreldri að lágmarki 15 mínútur á dag fimm daga                    vikunnar og að foreldrar skrái lestur á skráningarblað/bók. Að auki eru nemendur hvattir til hljóðlesturs                    heima og í skóla.

Markmið:  Að vori í 7. bekk er stefnt að því að 50% nemenda lesi 165 orð á mínútu eða meira. Lesskilningur að vori (Orðarún): Að sem flestir geti svarað a.m.k. 15 atriðum rétt af 20.

Unnið er sérstaklega með nemendur sem:
lesa minna en 110 orð á mínútu í lesfimiprófi.
eru undir meðallagi í lesskilningsprófi.
eru með slaka lestrarnákvæmni (94% eða minna).
undir raðeinkunn 25 á samræmdum prófum í ákveðnum þáttum.
skrifa minna en 50% orða rétt á stafsetningarprófi.
 

 Til baka

 
 

 

English
Hafðu samband