Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Úr sjöunda í áttunda bekk

Helstu markmið samstarfs og tengsla milli skólastiga eru að skapa samfellu í námi barna, koma til móts við þarfir þeirra og stuðla að markvissari uppbyggingu náms. Einnig er markmiðið að treysta gagnkvæma þekkingu og skilning á starfi kennara, námi nemenda og stuðla að vellíðan og öryggi barna þegar þau flytjast milli skólastiga. (Aðalnámskrá grunnskóla, almennur hluti 2011, greinasvið 2013, bls. 74).

Með hliðsjón af framangreindu skulu grunnskólar Garðabæjar fylgja ákveðnu verkferli þegar hópar nemenda skipta um skóla, t.d. á milli 7. og 8. bekkjar grunnskóla. Þetta verkferli skal birt í starfsáætlun hvers skóla og skal metið reglulega.

Í Garðabæ geta foreldrar valið í hvaða grunnskóla þeir innrita barn sitt. Á sama hátt geta þeir ákveðið að skipta um grunnskóla. Foreldrar barna í 7. bekk í Flataskóla eða Hofsstaðaskóla verða að velja annan skóla fyrir barnið þegar það byrjar í 8. bekk því að kennslan nær einungis til 7. bekkjar í þessum skólum. Valið stendur á milli Garðaskóla sem er fyrir nemendur í 8. til  10. bekk og Sjálandsskóla sem er fyrir 1. til  10. bekk. 

Skóladeild Garðabæjar stýrir samstarfi á milli skólanna um kynningu á þessum valmöguleikum. Flataskóli og Hofsstaðaskóli hafa samstarf við Garðaskóla og Sjálandsskóla varðandi kynningu fyrir nemendur á skólatíma og hvor unglingaskóli fyrir sig sér um kynningu til foreldra og nemenda. Skóladeild samræmir tímasetningar og auglýsir kynningarnar. Í hverjum skóla er skipaður tengiliður sem heldur utan um ferlið og samskipti við hina skólana.


 Til baka

 

English
Hafðu samband