Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjólreiðar

Nemendum sem koma á hjólum í skólann ber að fara eftir siðum skólans og geyma þau læst í hjólagrindum á skólatíma. Minnt skal á það að nemendur eiga að nota hjólahjálma og virða allar öryggisreglur sem gilda um hjól. Sama gildir um það ef nemendur koma á hjólabrettum, hlaupahjólum eða línuskautum. Í frímínútum mega nemendur nota hjólabretti á ákveðnu svæði á skólalóðinni með því skilyrði að þeir séu með hjálma. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á hjólum sínum og öðrum hlutum sem þeir koma með í skólann. Athygli er vakin á því að samkvæmt umferðarlögum er ekki mælt með því að börn yngri en 13 ára séu á rafdrifnum hjólum.

Óhöpp eða slys

Viðbrögð við áföllum eða slysum á skólatíma eru þau að strax er reynt að hafa samband við foreldra. Ef einhver bið er á að foreldrar geti komið gerir skólinn strax ráðstafanir við hæfi.


Upplýsingar vegna nýrra birtingarmynda kynferðisbrota á netinu:

Íslenska

Enska

Pólska

 

 

 

 

 

 

 

 

 

English
Hafðu samband