Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Gefnar hafa verið út samræmdar reglur á höfuðborgarsvæðinu um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/stjórn Almannavarna á höfuðborgarsvæðinu hefur látið gera leiðbeinandi vinnureglur um viðbrögð í óveðri í samráði við fulltrúa sveitarfélaganna á svæðinu. Bæði er um að ræða leiðbeiningar til starfsmanna skólanna og foreldra.  Aðaláherslan er á að foreldrar meta í hverju tilviki hvort þeir vilja halda börnunum heima en verða þá að tilkynna það sem leyfisbeiðni til skólans. Einnig er áhersla á að skólarnir sjái til þess að það verði alltaf einhver starfsmaður í skólunum til að taka á móti þeim sem mæta þrátt fyrir að senda hafi verið út tilkynning um að skólahald falli niður.

Tilmæli Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins til foreldra varðandi viðbrögð við óveðri.

Reglur sem gilda í óveðri

1. Skólahúsnæðið er opnað um leið og fyrsti starfsmaður mætir.

2. Allar upplýsingar eru settar á heimasíðu skólans eins fljótt og unnt er.

3. Foreldrar eru beðnir um að tilkynna fjarvistir í Mentor.

4. Tölvupóstur er sendur til foreldra eins fljótt og auðið er t.d. ef þeir þurfa að sækja nemendur að loknum skóladegi. 

5. Nemendur sem mæta í skólann eru þar á ábyrgð starfsmanna.

6. Ætlast er til að foreldrar fylgi börnum sínum inn í skólann og sæki þau inn í lok skóladags.

7. Nemendur fá ekki leyfi til að hringja í foreldra sína og biðja um að vera sóttir.

8. Foreldrum er heimilt að sækja börn sín áður en skólatíma lýkur. 

9. Nemendur eru inni í frímínútum á ábyrgð starfsmanna.

10. Krakkakot og leikskólinn eru opin samkvæmt auglýstum opnunartíma. 

 

English
Hafðu samband