Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Garðabær hefur gert samning við fyrirtækið Matartímann sem sér um framleiðslu og framreiðslu á heitum mat fyrir nemendur í hádeginu. Matartíminn er í eigu Sölufélags garðyrkjumanna og sérhæfir sig  í þjónustu við mötuneyti, með sérstakri áherslu á leik- og grunnskóla. Á heimasíðu Matartímans,  matartiminn.is er gott aðgengi að matseðlum https://matartiminn.is/matsedlar/  ásamt ítarlegum upplýsingum um innihald máltíða, ofnæmisvalda og næringargildi. Þar er einnig að finna ýmsan annan áhugaverðan fróðleik. Nemendur í 1. – 7. bekk borða í matsal skólans. 

Hver máltíð kostar ... ,- kr.

Skráning í mat

Opnað verður fyrir skráningu að áskrift  21. ágúst 2023  kl. 13:00 á heimasíðunni  matartiminn.is  

Ef einhverjar spurningar vakna þá vinsamlega sendið tölvupóst á  matartiminn@matartiminn.is

Áskriftarskilmálar

Fyrsta áskriftartímabil er frá upphafi skólaárs út september, eftir það er hvert áskriftartímabil almanaksmánuðurinn að undanskildu síðasta áskriftartímabili sem nær frá 1. maí til loka skólaárs.

Áskriftarsamningurinn er á ábyrgð forráðamanna barnsins og framlengist sjálfkrafa óbreyttur milli mánaða nema tilkynningar berist um annað.

Eftir að barn er komið í mataráskrift þurfa allar óskir um breytingar að berast með tölvupósti á netfangið matartiminn@matartiminn.is fyrir 20. dag mánaðar á undan svo þær taki gildi fyrir komandi mánuð.

  • Gjalddagi er 1. dagur hvers áskriftarmánaðar og eindagi 5 dögum síðar.
  • Reikningar teljast samþykktir ef ekki berst athugasemd innan 5 daga frá gjalddaga.
  • Berist greiðsla ekki innan umsamins greiðslufrest er heimilt að hætta afgreiðslu máltíða.
  • Mataráskriftin ásamt ... kr. seðilgjaldi greiðist með greiðsluseðli í heimabanka eða með greiðslukorti.

Heimilt er að hefja áskrift eftir að skólaárið hefst og ef skráning berst fyrir 20. dags mánaðar hefst áskrift 1. næsta mánaðar á eftir.

Mataráskriftin er eingöngu fyrir skráð barn og ekki er heimilt að nýta eða framselja hana til þriðja aðila.

Samkvæmt reglum frá Heilbrigðiseftirlitinu mega yngri nemendur ekki meðhöndla heitt vatn í matsal grunnskóla (þar með talið úr örbylgjuofnum). Að mati Heilbrigðiseftirlitsins eiga grunnskólar að setja sér sérstakar reglur um notkun nemenda á hitunartækjum, t.d. örbylgjuofnum og samlokugrillum til þess að minnka líkur á slysum og bakteríumengun. Því gilda eftirfarandi reglur í matsal Flataskóla:

Nemendur í 1.-4. bekk mega ekki meðhöndla heitt vatn í mötuneyti skólans (þar með talið úr örbylgjuofnum). Nemendur í  5.-7. bekk mega meðhöndla heitt vatn úr hitabrúsa, en þeir mega ekki hita það frekar í örbylgjuofni. Nemendum ber að gæta hreinlætis og varkárni í meðferð matvöru og áhalda til þess að lágmarka líkur á slysum og bakteríumengun.

Með hádegismat drekka nemendur vatn. Aðra drykki er mælst til að nemendur skilji eftir heima.

Nesti

Ákveðnar reglur gilda um nestismál nemenda í anda lýðheilsu og til að minnka sorp í skólanum. Mikilvægt er að nemendur borði staðgóðan morgunmat áður en þeir koma í skólann. Í Flataskóla er lögð áhersla á hollt matarræði.  Því hafa verið sett fram þau viðmið að börnin hafi ávallt með sér hollt og gott nesti og eru foreldrar beðnir að virða það og senda börnin ekki með annað í skólann.

Í morgunhressingu sem er um kl. 10:00 er í boði að koma með ávexti, grænmeti og brauðsneið og með því er drukkið vatn.  Allt sælgæti, orkustangir, djús og tyggjó eiga nemendur að skilja eftir heima.

Nokkrum sinnum á skólaárinu eru gerðar undantekningar í nestismálum nemenda. Það tilkynnir kennari nemendum og foreldrum sérstaklega. Það getur verið svokallað sparinesti sem nemendur fá að koma með í  sérstökum vettvangsferðum. Þá er átt við að nemendur megi koma með t.d. snúð, kleinu eða kex og drykki. Fyrir jólin á svokölluðum stofujólum mega nemendur koma með gos og smákökur eða kex.  Sama á við á bekkjarskemmtunum með foreldrum.

English
Hafðu samband