Virkt foreldrastarf styrkir skóla og samstarf um nemendur hefur mikil áhrif á námsárangur, félagasamskipti, líðan og almenna velgengni barna í skólanum. Í skólastarfinu er umsjónarkennarinn lykilpersóna. Hann þekkir nemendur sína öðrum fremur og er tengiliður foreldra og barna við aðra starfsmenn skólans.
Starfsfólk Flataskóla og foreldrar nemenda vinna í sameiningu að menntun, alhliða þroska og velíðan nemenda. Skv. bók Nönnu Chiristiansen, Skóli og skólaforeldrar, ættu markmið samstarfs heimila og skóla að vera að tryggja stuðning beggja aðila við nemendur. Því er mikilvægt að foreldrar og kennarar leitist við að samræma væntingar sínar og viðhorf til nemenda svo skilaboðin frá þeim verði eins samhljóma og kostur er. Það kemur nemendum best þegar skóli og foreldrar ganga í takt og vinna saman með hag barnsins í huga.
Undir krækjunni forföll nemenda er að finna upplýsingar um hvernig tilkynna má um veikindi nemenda og þar er einnig ferli vegna ófullnægjandi skólasóknar.
Undir krækjunni eyðublöð er að finna þau eyðublöð sem foreldrar þurfa að fyllta út til að biðja um leyfi t.d. eða vilja tilkynna um grun um samskiptavanda/ eða einelti. Einnig er þar að finna umsóknareyðublöð vegna sérfræðiþjónustu.
Upplýsingabæklingur fyrir foreldra frá heimili og skóla um einelti