Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1.-2.bekkur og Ástarsaga úr fjöllunum

07.10.2024
1.-2.bekkur og Ástarsaga úr fjöllunum

Þann 25. september var nemendum í 1. og 2. bekk boðið að koma í Hörpu á tónleika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Tónverkið var Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Ástarsagan er alltaf svo innileg og viðeigandi og var gaman að sjá og finna hvað áhuginn var mikill hjá börnunum. Fyrir tónleikana var búið að lesa söguna og voru börnin því vel undirbúin þegar stóra stundin rann upp.  Farið var í rútu til Reykjavíkur og var mikill spenningur í hópnum. Börn og starfsfólk skemmtu sér konunglega á þessum tónleikum. Þeir voru frábær skemmtun og verður unnið meira með í vetur.

 

Myndir með frétt

Til baka
English
Hafðu samband