Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Hjólað í vinnuna

06.05.2015
Reglur um "Hjólað í vinnuna"
Keppnin stendur í 21 dag.

Það er einlæg von þeirra sem standa að Hjólað í vinnuna að verkefnið ýti við sem flestum af 
stað í reglulega hreyfingu og hvetji fólk til nota virkan ferðamáta. 


Reglurnar eru fáar en einfaldar.
Hverjir eru gjaldgengir þátttakendur?
Allir geta tekið þátt í Hjólað í vinnuna svo framarlega sem þeir nýta eigin orku til og frá vinnu 
þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskauta o.s.frv. Þeir sem nýta almenningssamgöngur geta 
einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin eða hjóluð er til og frá stoppistöð. 
Fjöldi daga
Hver þátttakandi getur skráð 15 daga (þá hvaða 15 daga sem er). Þetta er gert til þess að jafna 
leikinn milli vaktavinnufólks og annarra. 
Hvaða starfsmannafjölda á að skrá?
Skrá á þann starfsmannafjölda sem launadeild viðkomandi vinnustaðar hefur á launaskrá þegar 
keppni hefst, óháð starfshlutfalli. Ef einhverjir starfsmenn eru í orlofi eða námsleyfi á meðan að 
Hjólað í vinnuna fer fram má draga þann fjölda frá.
Ath. ekki er hægt að gera breytingar á heildarstarfsmannafjölda eftir 16. maí nema að 
starfsmenn verkefnisins óski þess.


Hvað má skrá?
Athugið að þó svo að skráðir séu inn þeir kílómetrar sem liðsmenn fara í vinnustaðakeppninni er 
ekki keppt um hlutfall kílómetra innan vinnustaða eins og verið hefur síðustu ár.
Gjaldgengir þátttakendur mega skrá eftirfarandi ferðir:

  • í og úr vinnu
  • allar vinnutengdar ferðir á vinnutíma þ.e. á fundi og sendiferðir sem annars hefðu verið farnar á bíl að því gefnu að viðkomandi hafi nýtt sér virkan ferðamát í vinnu. 
Til baka
English
Hafðu samband