Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Göngum í skólann

08.10.2014

Vefsíða um verkefnið "Göngum í skólann".

Nær Göngum í skólann-verkefnið yfir einn dag, viku eða mánuð?

Smellið á myndina til að stækkaOktóber er alþjóðlegur skólagöngumánuður - og alþjóðlegi ,,göngum í skólann" dagurinn er miðvikudagurinn 8. október 2014. Nemendum í 50 þátttökulöndunum gefst í októbermánuði kærkomið tækifæri til að ganga meira í skólann. Út af veðuraðstæðum ákvað verkefnisstjórn Göngum í skólann á Íslandi að Göngum í skólann mánuðurinn hérlendis sé september. Göngum í skólann verður sett þann 10. september og því lýkur formlega á alþjóðlega Göngum í skólann deginum 8. október næstkomandi.

Verkefninu er ætlaður heill mánuður af tveimur ástæðum:

  1. Það skapar sveigjanleika. Ógerlegt er að finna einhvern einn dag eða viku fyrir allt landið þar sem örugglega enginn skóli er í fríi.
  2. Þetta gefur tækifæri til að gera gönguferð í skólann að vana; sé gengið í skólann á hverjum degi í heilan mánuð þá verður það hluti af daglegum venjum og maður hættir að fara á bílnum!

Hver og einn skóli getur haft þetta með sínu sniði. Þess vegna verið með Göngum í skólann-átak bara einn dag, eina viku (flestir ganga fyrstu vikuna) eða heilan mánuð.

Göngum í skólann-verkefnið leggur áherslu á að börn læri á umhverfi sitt með því að ganga í skólann.
Við viljum öll að börnum finnist þau vera hluti af umhverfi sínu og læri þannig að bera virðingu fyrir því. Göngum í skólann getur þar haft áhrif og foreldrar og börn eru því hvött til að fara gangandi í skólann, a.m.k. í septembermánuði, og nota um leið tækifærið til að kynnast sínu nánasta umhverfi.

 

Til baka
English
Hafðu samband