Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skíðaferð yngri bekkja

20.03.2013
Miðvikudaginn 20.mars er stefnt að vetrarferð í Bláfjöll með nemendur í 5.ára bekk og 1.-3.bekk. Veðurspá er hagstæð þá. Mæting í skólann þennan dag er klukkan 8:30 og þá koma nemendur með allan búnað með sér. Lagt verður af stað frá Bláfjöllum klukkan 13:45 og áætluð koma í Flataskóla 14:30. Krakkakot er síðan opið fyrir þá sem þar eru skráðir.
Markmið ferðarinnar er að kynnast vetraríþróttum og njóta góðrar útiveru í fersku fjallalofti. Þeir sem vilja og hafa tök á geta tekið með sér skíði, snjóbretti, sleða eða þotur. Í Bláfjöllum er einnig hægt að leigja búnað ef vilji er fyrir slíku. Börnin verða öll í gulum merktum endurskinsvestum og verður skipt í hópa með starfsmönnum.
Boðið verður upp á skíðakennslu fyrir nemendur.
Skólinn greiðir rútuferðina fyrir nemendur en þeir sem vilja leigja skíði eða bretti greiða kostnað vegna þess sem er 2000 krónur fyrir skíði, skó og stafi eða bretti/skó.
Fyrir þá sem ætla á skíði /bretti er kostnaður við lyftur 600 krónur á mann. Gildir þá einu þó svo að nemendur fari aðeins í byrjendalyfturnar. Nemendur í 5 ára bekk greiða ekki fyrir lyftur.
Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að koma með í þessa ferð en þeir sem vilja koma með okkur í rútu þurfa að tilkynna komu sína daginn áður og greiða gjald í rútuna (1000 krónur).
Til baka
English
Hafðu samband