Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

6.bk - vinnumorgun Húsdýragarðinum

14.04.2011

Sjöttu bekkir fara í Húsdýragarðinn núna í apríl og fá að taka þátt í morgunverkum með starfsmönnum garðsins. Mæting er 07:45  og er gert ráð fyrir þriggja tíma vinnu. Allir nemendur þurfa að koma í stígvélum með gott nesti.

Hér er listi yfir það sem nemendur koma til með að vinna með starfsfólkinu.

A Nautgripa- og svínahirðar
• (Svínum) og nautgripum gefið.
• Fylgst með mjöltum.
• Kýrnar settar út.
• Fjósið þrifið.

B Hesta- og fjárhirðar
• Hestum gefið.
• Hrossum kembt og þeim hleypt út.
• Hesthús þrifið.
• Geitur og kindur settar út ef veður leyfir.

C Hreindýra- og loðdýrahirðar
• Hreindýrahús þrifið.
• Hreindýrum gefið.
• Refum og minkum gefið.
• Greni minka og refa þrifin.

Til baka
English
Hafðu samband