Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Alþjóðadagur bókarinnar

23.04.2010

Alþjóðadegi bókarinnar var komið á fót af UNESCO og er helgaður bókum og höfundarrétti.  Ástæðan fyrir valinu er að 23. apríl, messa heilags Georgs, hefur um langa hríð verið dagur bókarinnar í Katalóníu og bóksalar Barcelona jafnan gefið rós eða önnur blóm með hverri bók sem seld er þennan dag.  Þessi fallegi siður hefur breiðst út til fleiri landa í kjölfar þess að UNESCO tók daginn upp á arma sína og við þennan dag miðast mörg verkefni stofnunarinnar sem lúta að bókum, t.d. útnefning Heimshöfuðborgar bókarinnar.  Dagurinn tengist einnig æviferli margra mikilvægra rithöfunda, er til að mynda dánardægur bæði þjóðskálds Spánverkja, Cervantesar og þjóðskálds Breta, Shakespeare.  23. apríl er svo fæðingardagur Nóbelsskáldsins Halldórs Laxness en einnig þekktra höfunda á borð við Vladimir Nabokov og Manuel Mejía Vallejo.

Til baka
English
Hafðu samband