Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Aðalfundur foreldrafélags Flataskóla

18.05.2009

Frá foreldrafélagi Flataskóla:
Boðað er til aðalfundar foreldrafélagsins mánudaginn 18. maí kl. 20:00 í hátíðarsal skólans.
Dagskrá:

  1. Skýrsla stjórnar um starfsemina veturinn 2008-2009
  2.  Ný reglugerð um skólaráð við grunnskóla kynnt og áhrif hennar á starfforeldrafélagsins rædd
  3. Ákvörðun árgjalds
  4.  Tillaga að nýrri stjórn
  5. Önnur mál


Jafnframt mun foreldrafélagið í samstarfi við skólaráð Flataskóla bjóða upp á áhugaverðan fyrirlestur í tengslum við aðalfundinn. Álfgeir Logi Kristjánsson frá Háskólanum í Reykjavík mun kynna niðurstöður úr rannsóknum þeirra á líðan barna og ungmenna í Garðabæ og fjalla um þær undir yfirskriftinni „Foreldrasamvinna og velferð skólabarna: Forvarnarnálgun Rannsókna og greiningar“. Við hvetjum forráða menn til að fjölmenna á fundinn og alla þá sem hafa áhuga á því að starfa með foreldrafélaginu á næsta starfsári að gefa sig fram með því að senda tölvupóst á formanninn (kristinntg@internet.is).
Með bestu kveðjum,
Stjórn foreldrafélags Flataskóla

Til baka
English
Hafðu samband