Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Fræðslufundur um öryggi barna á netinu

02.03.2009
Fræðslufundur um öryggi barna á netinu

Foreldrafélag Flataskóla í samstarfi við foreldrafélag Hofstaðaskóla býður foreldrum og/eða forráðamönnum barna í skólanum að koma og hlusta á erindi um örugga netnotkun barna og unglinga. Það er Heimili og skóli og SAFT í samvinnu við Símann sem standa að fræðsluherferð um þessi mál og er markmiðið m.a. að benda á örugga og jákvæða notkun netsins. Sjá nánar hér.


Fræðsluerindið er mánudaginn 2. mars kl. 18 á sal Hofsstaðaskóla (athugið fundarstað).

Nú er tækifærið að koma og hlusta á þetta áhugaverða erindi, hitta aðra foreldra og rabba saman um kosti og galla netsins.




Hlökkum til að sjá ykkur.
Foreldrafélag Flataskóla

Til baka
English
Hafðu samband