Frábær árangur Flataskóla
Um helgina fóru fram úrslitaleikir í handboltamóti á Litla EM - skólamóti HSÍ og Kaupþings fyrir nemendur 6. bekkja. Mótið tókst afar vel, yfir 200 börn víðs vegar af höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í því, fyrir utan þau 600 börn sem tóku þátt í undankeppnunum sem fóru fram á haustmánuðunum.
Alls tóku yfir 80 lið frá yfir 40 skólum (eitt stúkna og eitt drengja lið frá hverjum skóla) þátt í undankeppnunum sem félögin héldu, sem þýðir að yfir 800 börn tóku þátt í mótinu.
Strákarnir okkar komust alla leið í úrslitaleikinn en töpuðu þar í hörkuleik. Drengirnir stóðu sig með prýði innan vallar sem utan og voru vel að silfrinu komnir.
Á myndinni eru þeir: Ólafur Arnar 6.HSG, Egill 6.RF, Birgir Orri 6.EM, Tómas Orri 6.EM, Aron 6.EM, Hinrik 6.RF, Erlingur 6.EM, Þorsteinn Ari 6.EM, Jón Egill 6.HSG og Egill Ragnar 6.EM.