Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Skólabragur

 

Flataskóli er gróinn skóli sem byggir á ákveðnum hefðum í skólastarfi en er jafnframt opinn fyrir nýjungum í takt við tímann. Sérstök áhersla er lögð á hlut starfsmanna í þróun skólastarfsins.

Áhersla er lögð á að skapa jákvæðan skólabrag og góðan starfsanda. Í því felst að allir sem starfa í skólanum stuðli að og viðhaldi góðum starfsanda þar sem öryggi, vellíðan og heilbrigði eru í fyrirrúmi. Leiðarljós í samskiptum er gagnkvæmt traust, virðing, samábyrgð, tillitssemi, kurteisileg framkoma og jákvæðni. Námsagi einkennist af því að taka tillit til þarfa nemenda, þroska þeirra og hæfni;  að leggja áherslu á mannréttindi, jafnrétti og lýðræðisleg vinnubrögð og leggja bann við mismunun af öllu tagi.

Starfsfólk skólans telur mikilvægt að nemendur hafi jákvæða sjálfsmynd. Áhersla er lögð á að sýna nemendum virðingu og byggja þá upp með því að draga fram það jákvæða í fari hvers nemanda. Í skólanum er áhersla lögð á að nemendur temji sér kurteisi og góða framkomu hver við annan og allt starfsfólk skólans. Einnig er lögð áhersla á jákvæða hegðun og góða umgengni um skólahúsnæðið, snyrtimennsku og að nemendur fari vel með námsbækur og önnur náms¬gögn og tæki. Nemendum er gerð grein fyrir ábyrgð þeirra á útgjöldum skólans og brýnt fyrir þeim hverjir eru hinir raunverulegu eigendur skólans og hverjir beri kostnaðinn af rekstri hans.

Mikil áhersla er lögð á að ávallt ríki góður vinnufriður sem er undirstaða þess að fram geti farið árangursríkt og ánægjulegt skólastarf. Einnig er lögð áhersla á prúðmannlega framkomu nemenda í skólanum, í samvinnu við foreldra. Starfsmenn skólans hafa ávallt hugfast að þeir eru fyrirmyndir barnanna og koma fram við þau af virðingu.

Til baka

English
Hafðu samband