Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Störf stjórnenda

Skólastjóri er forstöðumaður stofnunar og aðstoðarskólastjóri er staðgengill hans. Skólastjórar starfa samkvæmt erindisbréfi. Þeir stýra skólahaldi, sinna daglegum rekstri, starfsmannahaldi, samskiptum við foreldra og aðila utan skóla. Skólastjóri og aðstoðarskólastjóri hafa forgöngu um skipulag náms og kennslu, um gerð skólanámskrár og aðra áætlanagerð, skólaþróun og aðlögun að breyttum aðstæðum.

Skólastjóri: 

Ber ábyrgð á skólastarfi Flataskóla samkvæmt grunnskólalögum og að lögum og reglum um starfsemi                        grunnskóla sé fylgt.
Ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og daglegum rekstri hennar.
Er verkstjóri á vinnustað og felur aðstoðarskólastjóra, deildarstjórum og öðrum stjórnendum slíkt umboð                eftir skipuriti.
Er fulltrúi stofnunarinnar og kemur fram fyrir hennar hönd.
Ber ábyrgð á að upplýsingar um starfsemi skólans berist til nemenda og foreldra.
Ber ábyrgð á opinberum skýrslum og að upplýsingum frá skólanum sé skilað til viðeigandi stofnana.
Ber ábyrgð á að skjalavarsla sé samkvæmt gildandi lögum og að trúnaðarupplýsingar lúti sömu lögum.
Heldur utan um fjármálastjórn, rekstrarmál og gerð fjárhagsáætlunar.
Ber ábyrgð á ráðningum og ráðningarsamningum í  samráði við aðstoðarskólastjóra.
Tekur starfsmannasamtöl ásamt aðstoðarskólastjóra og deildarstjórum við kennara samkvæmt kjarasamningi          Kennarasambands Íslands og við aðra starfsmenn samkvæmt kjarasamningi þeirra.
Heldur utan um leyfisveitingar starfsmanna vegna lengri leyfa ásamt aðstoðarskólastjóra.
Ber ábyrgð á að skólahúsnæði og skólalóð uppfylli kröfur um öryggi á vinnustöðum og öryggi skólabarna, s.s.          innanstokksmunir, búnaður, kennslutæki og áhöld.
Ber ábyrgð á eignum skólans, vörslu þeirra, skráningu og viðhaldi.
Ber ábyrgð á viðhaldi skólahúsnæðis og nýtingu þess.
Stýrir vikulegum fundum með aðstoðarskólastjóra og deildarstjórum.
Fundar með skólaráði, skipuleggur dagskrá og boðar til þeirra funda.
Ber ábyrgð á innkaupum til skólans og að þau séu í samræmi  við þarfir og að hagkvæmni sé gætt í                            innkaupum, birgðahaldi og nýtingu. 
Ber ábyrgð á  opinberum skýrslum, bréfum og upplýsingum frá skólanum. 
Vinnur með forstöðumanni tómstundaheimilis við skipulag starfsemi þess.
Sér um samstarf við skólaráð, stjórn foreldrafélags, skólaskrifstofu og fyrirtækja sem tengjast matsölu                      nemenda.
Ber ábyrgð á að farið sé eftir skólastefnu Garðabæjar.
Ber ábyrgð á skólaþróun og framkvæmd hennar.
Ber ábyrgð á sjálfsmati skólans og vinnur að gerð sjálfsmatsáætlunar, framkvæmd hennar og endurskoðun.

Aðstoðarskólastjóri:
Er staðgengill skólastjóra í fjarveru hans.
Ber ábyrgð á stundaskrárgerð í samvinnu við deildarstjóra og að stundataflan sé í samræmi við þarfir                        nemenda og miði að sem bestri nýtingu skólahúsnæðisins.
Tekur starfsmannasamtöl ásamt skólastjóra og deildarstjórum við kennara samkvæmt kjarasamningi                        Kennarasambands Íslands og við aðra starfsmenn samkvæmt kjarasamningi þeirra.
Ber ábyrgð á ráðningum og ráðningarsamningum ásamt skólastjóra.
Skipuleggur og ber ábyrgð á skólasetningu að hausti.
Sér um að ganga frá vinnuskýrslum kennara.
Ber ábyrgð á gerð skóladagatals í samráði við aðra stjórnendur.
Ber ábyrgð á og gengur frá starfsáætlun skólans.
Tekur á móti nýjum starfsmönnum og sér um að upplýsa þá um viðkomandi störf.
Skipuleggur forfallakennslu, veikindi og leyfisveitingar vegna einstakra kennslustunda í samstarfi við                          skólaritara.
Skipuleggur kennarafundi og fræðslufundi í samráði við skólastjórn.
Ber ábyrgð á yfirferð og frágangi vinnustundar.
Ritstýrir fréttabréfi fyrir starfsmenn skólans.
Er tengiliður skólans við menntavísindasvið Háskóla Íslands og skipuleggur heimsóknir og vettvangsnám                  kennaranema. 
Vinnur að gerð símenntunaráætlunar skólans og framkvæmd hennar í samráði við skólastjóra og                                deildarstjóra.
Stýrir vinnu við endurskoðun skólanámskrár. 
Vinnur að úrlausn agamála í samvinnu við deildarstjóra og umsjónarkennara.
Ritstýrir ársskýrslu skólans í samvinnu við skólastjóra, deildarstjóra og aðra starfsmenn.
Skipuleggur námskeið fyrir starfsmenn samkvæmt símenntunaráætlun skólans.
Vinnur með forstöðumanni tómstundaheimilis við skipulag starfsins.
Hefur umsjón með og skipuleggur skólaslit og afhendingu viðurkenninga til nemenda í samráði við                            deildarstjóra og kennara.
Hefur umsjón með heimasíðu skólans í samvinnu við kennsluráðgjafa í tölvu- og upplýsingatækni.

Deildarstjórar skólastiga:  
Samræma störf árganga með kennurum viðkomandi stigs.
Hafa umsjón með að sett séu markmið í öllum námsgreinum innan árganga í samráði við viðkomandi                      kennara og fagstjóra.
Bera ábyrgð á að gerðar séu áætlanir í samráði við umsjónarkennara og sérgreinakennara með hliðsjón af                skólanámskrá. 
Halda utan um áætlanir og sjá til þess að eðlileg samfella sé á milli árganga og fylgjast með að farið sé eftir              þeim. 
Skipuleggja ýmsa viðburði í skólastarfinu í samráði við aðra stjórnendur.
Bera ábyrgð á innkaupum á úthlutunarefni frá Menntamálastofnun.
Eru tengiliðir skólans við Menntamálastofnun og bera ábyrgð á framkvæmd samræmdra prófa í samráði við            deildarstjóra í sérkennslu.
Hafa umsjón með námsbókageymslu.
Bera ábyrgð á því að umsjónarkennarar skili af sér gögnum og upplýsingum um nemendur til viðkomandi                kennara.
Vinna að úrlausn agamála í samráði við umsjónarkennara og aðra stjórnendur.
Hafa ásamt kennurum í árgangi umsjón með þeim námsgögnum og tækjum sem tengjast viðkomandi árgangi          og fylgist með að aðbúnaður nemenda sé í lagi. 
Taka starfsmannasamtöl ásamt skólastjóra og aðstoðarskólastjóra við kennara samkvæmt kjarasamningi                  Kennarasambands.
Fylgjast með nýjungum og koma boðum til kennara um fundi og námskeið sem haldin eru.
Bera ábyrgð á því að kennarar í hverjum árgangi skili skýrslu um starfið sem birtist í ársskýrslu skólans.
Sitja í eineltisteymi skólans ásamt námsráðgjafa.
Deildarstjóri yngra stigs er tengiliður skólans við leikskólana vegna nýrra nemenda í 1. bekk.
Deildarstjóri eldra stigs er tengiliður vegna flutnings nemenda milli skóla.
Eru ábyrgir ásamt kennurum fyrir innkaupum á gögnum og gera tillögur um gagna- og búnaðarkaup. 
Bera ábyrgð á geymslu námsgagna og búnaðar fyrir almenna kennslu og halda skrá um það sem til er. 
Halda utan um verkefnasöfn, prófabanka og nauðsynlegar upplýsingar sem nýtast ár frá ári.
Hafa umsjón með námsmati.

Deildarstjóri stoðþjónustu:
Skipuleggur starf sérkennara og stuðningsfulltrúa.
Kemur upplýsingum um niðurstöður greininga (aðsend bréf frá sérfræðingum) til umsjónar¬kennara og                    sérgreinakennara.
Hefur umsjón með nýbúafræðslu í samvinnu við deildarstjóra og að sækja um úthlutun tíma til kennslunnar.
Skipuleggur í byrjun vetrar fundi með deildarstjórum, sérgreinakennurum og skólaliðum varðandi nemendur          með námsleg-, tilfinningaleg- og félagsleg vandamál. Veita upplýsingar um nemendur og skipuleggja                          samstarfsfundi eftir þörfum.
Fær samþykki foreldra fyrir sérkennslu nemenda.
Sendir upplýsingar um nemendur sem falla undir reglur um úthlutun úr jöfnunarsjóði.
Ákveður tímafjölda og fyrirkomulag sérkennslu, þ.e. einstaklings- eða hópkennslu, námsgreinar,                                kennsluaðstæður og tímafjölda nemenda.
Hefur umsjón með skimunum í árgöngum, kynnir umsjónarkennurum próf og greiningar sem leggja ber fyrir          árganga og einstaklinga, skrá niðurstöður og fylgja þeim eftir.
Skipuleggur foreldrasamstarf nemenda í sérkennslu. 
Skipuleggur samstarf við umsjónararkennara, sálfræðing og stuðningsfulltrúa þar sem það á við.
Stjórnar fundum nemendaverndarráðs.
Situr skilafundi með sálfræðingi og foreldrum þegar rætt er um nemendur sem þeir hafa með höndum.
Aflar upplýsinga frá leikskólunum um verðandi nemendur í 1. bekk í samráði við deildastjóra og skráir                      upplýsingar um sérþarfir.
Sér um undanþágur og frávik í samræmdum prófum fyrir nemendur sem þess þurfa með.
Skipuleggur ásamt deildarstjórum prófafyrirkomulag og aðstæður í samræmdum prófum vegna nemenda                með frávik.
Fylgir eftir nemendum í 7. bekk sem fara í Garðaskóla eða Sjálandsskóla og gefur nauðsynlegar upplýsingar              um þá.
Leitar upplýsinga um nýja nemendur frá fyrri skóla og kemur upplýsingum á framfæri til viðkomandi aðila                um  sérkennslunemendur sem flytja í nýja skóla.

Til baka

 

 

English
Hafðu samband