Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Kennarar

Kennari sem ráðinn er til starfa í grunnskóla skal gegna því starfi samkvæmt lögum, reglugerðum, aðalnámsskrá grunnskóla, erindisbréfi og kjarasamningum.  Kennarar starfa eftir erindisbréfi sem er sett samkvæmt 6. gr. laga nr. 72/1996 um réttindi og skyldur kennara.

Á kennara hvílir sú skylda að miðla þekkingu til nemenda og veita hverjum nemenda tækifæri til að afla sér þekkingar og leikni, örva starfsgleði nemenda og frjóa hugsun. Kennara ber að sjá til þess að sérhver nemandi fái viðfangsefni við hæfi, hvetja til sjálfstæðra vinnubragða, hann skal aðstoða hvern og einn í náminu, hjálpa hverjum og einum að meta eigin stöðu í náminu og stuðla að því að hver nemandi tileinki sér heilbrigðar lífsvenjur.

Kennari skal leitast við að vera nemendum sínum til fyrirmyndar um háttvísi, stundvísi og reglusemi. Hann skal gæta trúnaðar við nemendur og virða þann trúnað sem þeir sýna honum. Kennari skal gæta þagmælsku um þau einkamál er hann fær vitneskju um í starfi og þagnarskylda helst þótt látið sé af starfi.

Kennara ber að annast kennslu og nauðsynlegan undirbúning samkvæmt stundaskrá og sinna öðrum störfum við grunnskólann sem skólastjóri felur honum enda samræmast þau starfssviði hans. 

Í starfi kennara felst meðal annars:
Að annast kennslu samkvæmt meginmarkmiðum aðalnámskrár og stefnu skólans.
Að skipuleggja kennslu sína í samræmi við markmið grunnskólalaga og með hliðsjón af þörfum og þroska                nemenda hverju sinni.
Að fylgjast með ástundun, framkomu og líðan nemenda og gera skólastjóra og forráðamönnum nemenda                viðvart ef hann telur þörf á.
Að fylgjast með aðbúnaði til náms og kennslu og gera skólastjóra viðvart ef umbóta er þörf.
Að færa dagbækur reglulega, nemendaskrár, einkunnabækur og aðrar nauðsynlegar skýrslur.
Að veita umsjónarkennurum og námsráðgjöfum upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda.
Að veita foreldrum sem gleggstar upplýsingar um skólann, skólastarfið og gengi viðkomandi nemanda.
Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
Að hafa jafnrétti nemenda í öllu skólastarfi að leiðarljósi.

Umsjónarkennarar
Umsjónarkennarar gegna veigamiklu hlutverki í sambandi við velferð nemenda í skólanum. Umsjónarkennari gætir hagsmuna umsjónarnemenda sinna innan skólans og leitast við að  hafa ætíð sem besta vitneskju um nám og líðan þeirra. Umsjónarkennari er tengiliður skólans við heimili, fylgist með námsframvindu umsjónarnemenda og leiðbeinir þeim svo að þeir nái sem bestum árangri í náminu.

Umsjónarkennari:
Er trúnaðarmaður sem nemendur geta leitað til með vandamál sem snúa að náminu, skólanum og öðru.                  Hann leysir á eigin spýtur smærri vandamál en leitar samráðs um önnur eða kemur þeim í réttan farveg.
Er talsmaður nemenda við stjórnendur, aðra kennara, starfsmenn og nemenda-verndarráð.
Er upplýsingaraðili sem á að miðla til nemenda upplýsingum um skólareglur, nám, námstilhögun og öðru því          sem þörf er á. Hann hefur samband við foreldra umsjónarnemenda sinna eftir því sem þörf er á.
Gegnir eftirlitshlutverki, fylgist sem best með framgangi náms og líðan hjá nemendum í umsjónarbekk sínum          og grípur inn í ef stefnir í óefni hjá einhverjum.
Annast námsmat, skýrslugerð, einkunnafærslur og afhendingu einkunna.

 

 Til baka  

English
Hafðu samband