Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Niðurstöður prófa og skimana

Við upphaf skólagöngu hefur bekkjarkennari ýmsar upplýsingar til þess að styðjast við þegar hann skipuleggur eiginlega lestrarkennslu nemenda:
 
Niðurstöður HLJÓM-2.
Lesskimun fyrir fyrsta bekk að hausti. 
Stafaþekking.
 
Í öðrum árgöngum styðjast bekkjarkennarar við niðurstöður úr prófum og skimunum við skipulag kennslu. Snemmtæk íhlutun hefst strax í 1. bekk og er álitin draga úr sérkennsluþörf á eldra stigi. Séð er til þess að börn lesi lestrarbækur við hæfi. Endurtekin lestur gagnast vel þegar verið er að ná upp tæknilestri. Kennarar útbúa einstaklingsáætlun fyrir þá nemendur sem víkja verulega frá námsefni árgangsins og skipleggja fámenna námshópa þar sem áhersla er lögð á þá þætti sem þarf að þjálfa betur.
 

Sérkennari

Sérkennari fylgist með nemendum þar sem framvinda í lestrarnámi gengur hægt og endurprófar nemendur eftir þörfum. Á yngra stigi eru lesfimiprófin lögð fyrir nemendur. Þau próf eru stöðluð þannig að hægt er að sjá niðurstöður bornar saman við jafnaldra. Íhlutun með stuðningskennslu í samvinnu við foreldra og kennara. Oft er útbúin einstaklingsnámskrá í lestri. 
 
Ef framvinda lestrarnámsins er ekki sem skyldi getur sérkennari LOGOS-skimað nemendur. Prófið er staðlað þannig að hægt er að meta niðurstöður í samanburði við viðmið jafnaldra. Ef ástæða þykir fer sérkennari eða bekkjarkennari þess á leit við talmeinafræðing að kannaður sé málþroski einstaka nemendum með því að leggja fyrir TOLD málsþroskapróf. 
 
Told 2P/2I metur málskilning og máltjáningu 4-12 ára barna. Það saman stendur af nokkrum undirprófum sem saman gefa eina málþroskatölu. Málþroskatalan gefur til kynna hvernig málþroski nemenda er miðað við jafnaldra. 
 

Til baka

 
English
Hafðu samband