Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Sköpun

Sköpun í skólastarfi felst í því að móta viðfangsefni sem örva ímyndunarafl einstaklings eða hóps og gera eitthvað nýtt eða öðruvísi en vant er og miðla því til annarra. Sköpunarferlið er ekki síður mikilvægt en afraksturinn. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist sem dýpstan skilning á því sem þeir eru að fást við í náminu með skapandi starfi, verklegri færni og nýsköpun. Hvetja skal til gagnrýninnar hugsunar í öllu starfi og öllum námsgreinum sem mun leiða til frumkvæðis, frumleika og sjálfstæðis í vinnubrögðum. 

Í Flataskóla er áhersla lögð á sköpun, frumkvæði og frumleika við margvísleg verkefni. Útfærsla og afrakstur einstakra verkefna byggir oft á sköpun og hugarflugi nemenda. Nemendur skólans eru þjálfaðir í að koma fram á sviði. Á miðvikudögum skiptast árgangar á að skipuleggja morgunsamveru þar sem allir nemendur og starfsmenn skólans koma saman. Þá flytja nemendur meðal annars ýmis tónlistaratriði, dans, leikþætti og heimagerð myndbönd.

Á hverju skólaári eru fengnir listamenn í heimsókn sem flytja efni fyrir nemendur í skólanum, svo sem upplestur, leiklist eða tónlist. Einnig heimsækja nemendur listasöfn og fara á tónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Markmiðið með því er að nemendur kynnist fjölbreyttri listsköpun og læri að njóta hennar.

Til baka  

English
Hafðu samband