Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Einelti

Einelti hefur verið skilgreint sem endurtekið ofbeldi, líkamlegt eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einstaklingi sem á erfitt með að verjast. Einelti felur í sér misbeitingu á valdi með þeim afleiðingum að þolanda líður illa og hann finnur til varnarleysis. 

Einelti birtist í mörgum myndum

Líkamlegt: Barsmíðar, spörk, hrindingar …
Munnlegt: Uppnefni, niðrandi athugasemdir, endurtekin stríðni … 
Skriflegt: Neikvæð tölvu- og símasamskipti, krot, bréfasendingar …
Óbeint: Baktal, útskúfun, útilokun úr félagahópi …
Efnislegt: Eignum stolið, þær eyðilagðar …
Andlegt: Þvingun til að gera eitthvað sem stríðir gegn réttlætiskennd og sjálfsvirðing. 

Einelti fer oft fram þar sem enginn sér. Sá sem er lagður í einelti vill oft ekki segja frá því sem gerist svo hann hljóti ekki verra af. Þess vegna er mjög áríðandi að allir þekki einkenni eineltis. 

Forvarnir gegn einelti 

Til þess að fyrirbyggja einelti þarf samstillt átak og ábyrgð nemenda, forráðamanna og starfsmanna skólans. Miðlun góðra lífsgilda, regluleg fræðsla og umræður um eineltismál og afleiðingar þeirra eru nauðsynlegar. Allir þurfa að deila ábyrgð, sýna virðingu og láta sig líðan annarra varða.  Flataskóli hefur sett sér ákveðin viðmið í samskiptum sem miða að því að allir starfsmenn skólans, nemendur og forráðamenn geti unnið eftir sömu gildum sem stuðla að jákvæðum samskiptum og góðum skólabrag.

Einelti á sér sannanlega stað 

Ef ljóst er að einelti hefur átt sér stað þarf að skipuleggja einstaklingsbundin viðtöl við þolanda, geranda og forráðamenn (5. gr. Reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum). Í öllum tilvikum er geranda gefin skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið og að skólinn muni með öllum ráðum leitast við að eineltinu ljúki.

Vinnulag í eineltismálum 

Samstarf við forráðamenn (5. og 7. gr.).
Almennt eru umsjónarkennari eða staðgengill hans (7. gr.) og aðili úr eineltisteymi skólans saman í viðtölum            við bæði þolanda og geranda. 
Akólinn veitir viðeigandi stuðning við þolanda og geranda þar til máli lýkur. 
Gerð er áætlun um eftirfylgd.
Þar sem það á við skal halda reglulega bekkjarfundi til að styrkja samskipti innan hópsins. 
Upplýsa skólasamfélagið.
Ef um alvarlegt ofbeldi er að ræða er það tilkynnt til nemendaverndarráðs, Fjölskyldusviðs Garðabæjar,                    heilsugæslu eða lögreglu. Skóli gæti þurft að vísa geranda tímabundið úr skóla (12. og 15. gr.).
Eineltismálum er lokið í samráði við forráðamenn með skriflegum hætti.

Einelti heldur áfram

Ef aðgerðir bera ekki árangur og eineltið heldur áfram þarf að fylgja málinu frekar eftir: 

Frekari samvinnu og samráð við forráðamenn þolanda og geranda.
Meira eftirlit, viðurlög.
sa máli til nemendaverndarráðs sem kemur því í viðeigandi farveg.
Brjóta upp gerendahóp.
Einstaklingsmiðaða atferlismótun. 
Ráðgjöf hjá sálfræðingi/öðrum sérfræðingum. 

Tilkynning til Fjölskyldusviðs Garðabæjar.
Tilkynning til lögreglu.
Náist ekki sátt innan sveitarfélagsins má vísa málinu til fagráðs sem starfar á ábyrgð  Mennta- og                                menningarmálaráðuneytisins (7. gr.).

Öll eineltismál, hvort sem um grun eða staðfestingu er að ræða, eru skráð á sérstakt eyðublað. Skráningin er liður í að hafa yfirsýn yfir eðli og umfang eineltismála í skólanum. Mikilvægt er að ljúka vinnu allra mála í samráði við forráðamenn með skriflegum hætti.

Til baka  

English
Hafðu samband