Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Markmið og viðfangsefni 
Lögð er áhersla á sköpunargleðina, að virkja hana og styrkja. Nemendur fá alltaf ákveðið rými innan hvers verkefnis til að gera það að sínu eigin og nota eigið hugmyndaflug. Markmiðið er að kveikja áhuga og vinnugleði nemenda og ber það í flestum tilvikum góðan árangur.
Myndlistarmenn eru lítillega kynntir og eftirprentanir af verkum sýndar nemendum sem voru hvattir til að prófa að skapa myndir í stíl gamalla meistara.
Lögð er áhersla á að nemendur vinni á eigin hraða og þurfi ekki að fylgjast að í verkefnum. Einnig er boðið upp á úrval af frjálsum verkefnum svo aldrei þurfi að koma dauð stund hjá nemendum sem voru fljótir að vinna. Vinsælast er að vinna með gips, bæði duft og rúllur.
Virðing er höfð í hávegum, virðing fyrir okkur sjálfum og sköpunarverkum okkar, virðing fyrir félögum okkar og einnig virðing fyrir stofunni, efniviðnum og áhöldum.

                   

 

English
Hafðu samband