Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Leiðsagnarmat

Í skólanum er stuðst við leiðsagnarmat (e. Formative Assessment) sem er lagt fyrir nemendur jafnt og þétt allt námsárið. Niðurstöðurnar eru notaðar til að bæta bæði námsárangur, kennslu og að endurmeta þau markmið sem stuðst er við.

Matið nýtist því bæði kennurum og nemendum. Kennarinn getur notað niðurstöðurnar til að bæta og ígrunda eigin kennslu og gert sér þannig grein fyrir hvað beri að leggja meiri áherslu á í kennslunni. Matinu er ætlað að nýtast nemendum með þeim hætti að þeir geri sér grein fyrir stöðu sinni í náminu og hvernig megi bæta árangur. Leiðsagnarmat er því námsmat til að læra af og er skipulagt sem hluti af náminu. Nemandinn tekur því sjálfur þátt í eigin námi og skipulagningu þess. 

Til baka   
English
Hafðu samband