Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Í skólanum:

  • Símar í kennslustofum eru ætlaðir fyrir kennara.
  • Nemendur mega aðeins hringja ef þeir hafa fengið leyfi hjá kennara.
  • Nemendur mega eingöngu hringja í neyðartilfellum.
  • Nemendur eiga ekki að svara í símann í kennslustofum.

 

Símar og snjalltæki

Samkvæmt samþykkt á starfsmannafundi í Flataskóla eru eftirfarandi reglur í gildi.  Nemendum er heimilt að koma með síma í skólann með því skilyrði að þeir noti hann ekki á skólatíma því það veldur truflun, það á einnig við um frímínútur. Það á að vera slökkt á símanum og hann geymdur í skólatöskunni. Foreldrar/forráðamenn eru beðnir um að virða þessar reglur og hringja ekki í síma nemenda á skólatíma. Ef nemandi virðir ekki þessar reglur er síminn tekinn af nemanda og settur í vörslu umsjónarkennara og hann afhentur í lok skóladags. Foreldri er látið vita með tölvupósti.  Ef nemandi treystir sér ekki til að fara eftir þessu verður hann að skilja símann eftir heima. Nemendur eiga ekki að koma með önnur snjalltæki í skólann nema í sérstökum tilfellum sem kennarar skipuleggja. Ef nemandi kemur með peninga eða önnur verðmæti í skólann er það á ábyrgð heimilanna.

 

       

 

English
Hafðu samband