Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

Ljóðahátíð

16.04.2009

Ljóðahátíð Flataskóla 2008-2009 verður haldin 16. apríl kl. 10 í hátíðarsal skólans.
Þórarinn Eldjárn verður gestur hátíðarinnar.

 
Keppt verður í fjórum flokkum:
1.-2. bekkur: Rím ( ? Myndaljóð og stafaljóð - frjálst form en uppsetning ákveðin)
3.-4. bekkur: Hæka - japanskt ljóðform (hvar5-hvað7-hvenær5)
5.-6. bekkur: Ferskeytla með áherslu á ljóðstafi og rím
7. bekkur: Atómljóð - óhefðbundið form - nútímaljóð

Síðasti skiladagur ljóða í samkeppnina er 26. mars.

Bókaverðlaun verða frá Eddu útgáfu 1.-3. verðlaun í hverjum flokki, samtals 12 bækur.

Í dómnefnd að þessu sinni eru þær: Sigrún Gísladóttir, Sigurveig Sæmundsdóttir og Hjördís Ástráðsdóttir.

Til baka
English
Hafðu samband