Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

7. bekkir - upplestrarkeppni

27.02.2009
Föstudaginn 27. febrúar verður upplestarkeppni hjá 7. bekk.  Hún hefst kl. 9:10 í hátíðarsal skólans. Keppnin er þríþætt. Allir byrja á að lesa sögu, þá lesa þau ljóð sem þau velja úr ákveðinni bók og að lokum lesa þau annað ljóð sem þau velja sjálf.
Þetta er undanfari Stóru upplestrarkeppninnar sem fer fram 17. mars í sal Tónlistarskólans í Garðabæ og þrír til fjórir úr þessum hópi verða valdir sem þátttakendur þar.
Skemmtiatriði verða á meðan dómarar eru að dæma og foreldrar og allir aðrir aðstandendur eru hvattir til að koma. Einnig er 6. bekk boðið á keppnina.
Til baka
English
Hafðu samband