Heim Beint á efnisyfirlit síðunnar

1. bk. Lagið í listinni - Listasafn Íslands

23.02.2009

Á bollu- og sprengidegi, mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. febrúar fara 1. bekkir í Listasafni Íslands. Farið verður með strætó frá Bitabæ sem leið liggur inn í Reykjavík. Skólinn greiðir ferðakostnað nemenda
Rakel Pétursdóttir deildarstjóri fræðsludeildar LÍ tekur á móti hópnum og fræðir okkur um nýja sýningu sem ber heitið Vinir. Verkin á sýningunni verða úr safneign LÍ og Nýlistasafnsins.

Tilgangur ferðarinnar er að kynna nemendum á lifandi hátt starfsemi opinberra menningarstofnana á Íslandi, opna nemendum dyr sem oft og tíðum eru þeim lokaðar, ásamt því að leita að tónlistinni í mörgum ólíkum listformum. Ferðin er ein af þremur, en áætlað er að heimsækja Sinfóníuhljómsveit Íslands og Þjóðleikhúsið og leita að hinu hljómræna og lagræna þar. Gestir eru velkomnir með í ferðirnar en þurfa að bera kostnað af sínum ferðum sjálfir.

Til baka
English
Hafðu samband